Áfram verður bjart og sólríkt á Suður- og Vesturlandi í dag en svalara en í gær, hlýjasta dag sumarsins. Að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands gæti hiti þó náð upp í nítján stig á stöku stöðum. Skýjað verður á Norður- og Austurlandi í dag og eitthvað um súld eða rigningu.
Strax á morgun verður orðið skýjaðra, einkum á Austurlandi, og stefnir í leiðindaveður seinni hluta vikunnar. Á fimmtudag verður skýjað og suðvestanátt og á föstudag er víða spáð rigningu. Á laugardag verður svo kaldara, norðanátt og slyddu gæti gætt á hálendinu.
