300 km hraði dugar ekki Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:00 Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent
Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent