Sendinefnd Palestínu, sem stödd er í Kaíró, segist hafa samþykkt tillögu egypskra sáttasemjara um nýtt 72 klukkustunda vopnahlé á Gasa. Samþykktinni er ætlað að laða sendinefnd Ísrael aftur að samningaborðinu. Þeir höfðu yfirgefið Egyptaland eftir að síðasta vopnahlé rann út í síðustu viku.
Ísraelsmenn hafa ekki svarað tilboðinu samkvæmt AP fréttaveitunni.
„Við erum hér til að leita samkomulags. Það mun ekki gerast ef við ræðum ekki saman og því höfum við samþykkt tillögu frá Egyptum um þriggja daga vopnahlé. Svo viðræður geti haldið áfram,“ segir meðlimur sendinefndar Palestínumanna.
Viðræðunum, sem er stýrt af Egyptum, er ætlað að stuðla að langvarandi friði á milli Ísrael og Hamas samtakanna.
Palestínumenn samþykkja nýtt vopnahlé

Tengdar fréttir

Friðarviðræður að leysast upp
Sendinefnd Palestínu ætlar að yfirgefa Kaíró, muni sendinefnd Ísrael ekki snúa aftur.

Lítið miðar í friðarátt á Gasa
„Það eru engar forsendur fyrir viðræðum eftir að Hamas rauf vopnahléið,“ sagði Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar.

Hamas vilja svör í dag
Samtökin fara fram á að herkví Gasa verði aflétt og að Ísraelsmenn sleppi föngum.