Fótbolti

Real Sociedad vann óvæntan sigur á Real Madrid

Úr leiknum.
Úr leiknum. Vísir/Getty
Real Sociedad bætti heldur betur upp fyrir óvænt 0-1 tap gegn nágrönnunum í Eiber með 4-2 sigri á stórliði Real Madrid. Madrídarliðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að snúa taflinu heldur betur við.

Hvorki Alfreð FinnbogasonCristiano Ronaldo voru með liðum sínum í dag en báðir hafa þeir glímt við meiðsli undanfarnar vikur.

Real Madrid komst í 2-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik með mörkum frá Sergio Ramos og Gareth Bale en Real Sociedad jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik með mörkum frá Íñigo Martínez og David Zurutuza.

Zurutuza bætti við öðru marki um miðbik seinni hálfleiks áður en Carlos Vela gerði endanlega út um leikinn fyrir Real Sociedad þegar korter var til leiksloka. Griðarlega mikilvægur sigur og er Real Sociedad komið aftur á stað eftir töp gegn Eibar og Krasnodar á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×