Liverpool í riðli með Real Madrid - Meistaradeildardrátturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 14:33 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira