12 ára vann Volvo með holu í höggi Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2014 14:07 Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent
Varla gat hin 12 ára gamla Natasha Oon fundið heppilegri tímasetningu á sína fyrstu holu í höggi. Hún var stödd ásamt foreldrum sínum á Ladies Amateur Open Championship í Malasíu og sló golfboltann á einni holunni með 8-járni. Boltinn fór beinustu leið í holuna, sem að sjálfsögðu var par 3. Það sem hún vissi ekki, eða öllu heldur sá ekki, var skilti eitt sem stóð við brautina. Á því stóð að ef einhver keppenda færi holu í höggi á brautinni yrði sá hinn sami einum Volvo XC60 T5 jepplingi ríkari. Hún þarf því að bíða í nokkur ár eftir að njóta vinningsins, en þó, hún getur setið í og látið foreldrana aka. Henni á víst að hafa orðið að orði til móður sinnar þegar henni var afhentur bíllinn; „þetta er bíllinn sem þú munt aka mér á í skólann.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent