Fótbolti

Dani Alves fær samkeppni frá samlanda sínum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Douglas verður Börsungur í vikunni.
Douglas verður Börsungur í vikunni. víssir/getty
Barcelona hefur opinberað að brasilíski hægri bakvörðurinn Douglas kemur til Katalóníu í vikunni og skrifar undir fimm ára samning.

Douglas, sem er 24 ára gamall, gengur í raðir Barcelona frá Sao Paulo í heimalandinu, en hann kostar Börsunga 5,5 milljónir evra.

„Barcelona og Sao Paulo FC hafa komist að samkomulagi um kaup á leikmanninum Douglas Pereira. Hann fer í læknisskoðun í Barcelona síðar í vikunni og skrifar svo undir fimm ára samning,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Barcelona.

Eins og margir aðrir brasilískir knattspyrnumenn í dag er Douglas að hluta til í eigu þriðja aðila, en Sao Paulo á 60 prósent hlut í honum og fær því 3,6 milljónir evra í sinn vasa.

Douglas hefur enn ekki leikið fyrir brasilíska landsliðið, en hann er þriðji varnarmaðurinn sem Katalóníurisinn fær til sín í sumar á eftir ThomasVermaelen og JérémyMathieu.

Fyrir hjá Barcelona er annar brasilískur hægri bakvörður, DaniAlves, sem fær nú samkeppni frá samlanda sínum. Alves hefur hlotið mikla gagnrýni sparkspekinga undanfarin misseri og þarf nú að hafa fyrir því að halda stöðu sinni í Barcelona-liðinu undir stjórn nýs þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×