Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Stjarnan 0-0 | Valur tók stig af Stjörnunni Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum skrifar 26. ágúst 2014 15:36 Vísir/Andri Marinó Valur og Stjarnan skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í kvöld í frekar bragðdaufum leik. Leikurinn var frekar tíðindalítill eins og úrslitin gefa til að kynna.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrir leikinn bjóstu flestir við sigri Stjörnustúlka, en annað kom á daginn. Leikurinn var frekar leiðinlegur, en Valsstúlkur vörðust með kjafti og klóm. Þær fengu nokkur hálffæri, en Stjörnustúlkur betri færi. Hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust jafntefli niðurstaðan. Fyrri hálfleikurin á Vodafone-vellinum í kvöld var afspyrnuleiðinlegur. Bæði lið héldu boltanum illa innan liðsins, en Stjörnustúlkur fengu þó ívið betri færi í fyrri hálfleik. Þær voru með vindinn í bakið, en reyndu of mikið af háum sendingum sem enduðu annað hvort aftur fyrir endamörk eða í fanginu á Birnu markverði Vals. Stjörnustúlkur fengu ívið betri færi í fyrri hálfleik. Sigrún Ella Einarsdóttir fékk í tvígang fínt færi í fyrri hálfleik, en Birna Kristjánsdóttir sá við henni í bæði skiptin. Hallbera Guðný fékk gott skallafæri um miðbik fyrri hálfleiks og þar með eru færi fyrri hálfleiks upptalin. Markalaust í bragðdaufum fyrri hálfleik á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikurinn var ekki skemmtilegur, en sá síðari var enn verri. Valsliðið lá vel til baka og beittu skyndisóknum, en þær vörðust vel. Þegar þær sóttu hefðu þær viljað senda fleiri leikmenn í sóknina, en raun bar vitni því þegar fyrirgjafirnar komu fyrir markið voru einungis ein til tvær inn í teignum. Stjörnuliðið náði ekki að skapa sér færi gegn sterkri Valsvörn í síðari hálflelik, en bestu tækifærin fékk Sigrún Ella í fyrri hálfleik. Spurning er hvort bikarúrslitaleikurinn sem Stjarnan er að fara spila á laugardaginn hafi eitthvað truflað einbeitingu leikmanna, en leiknum lauk með markalausu jafntefli á Hlíðarenda. Valssliðið var annað liðið í ár til að taka stig af toppliði Stjörnunnar, en Breiðablik vann Stjörnuna í fyrsta leik tímabilsins. Stjörnuliðið er þó enn með sex stiga forystu á toppnum, en Valur er í sjötta sæti deildarinnar.Dóra María: Aldrei ásættanlegt fyrir Val að vera í sjötta sæti „Maður getið verið þokkalega sáttur, en maður er í þessu til að vinna. Þær hafa þó ekki tapað stigum lengi, þannig ágætt að ná jafntefli," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals í leikslok. „Við fengum ágætis sóknir, en það vantaði fleiri menn inn í boxið til þess að klára þetta. Þær fengu þó líka einnig góð færi." „Þær voru mikla meira með boltann og það var leikplanið að leyfa þeim að vera með boltann og loka svæðunum. Birna var örugg í markinu þegar á reyndi." Valsstúlkur eru í sjötta sæti sem og karlalið félagsins. Dóra María segir að það sé fúlt, en liðið horfi upp á við. „Það er aldrei ásættanlegt fyrir Val að vera í sjötta sæti, en það er stutt í þriðja sætið allaveganna. Það er eitthvað sem við horfum til," sagði Dóra María við Vísi í leikslok.Ólafur Þór: Stærsti leikur sumarsins „Það gekk ekki upp að skora, en spilið gekk ágætlega. Við vorum töluvert betri í dag, en þær vörðust vel," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum virkilega góð færi, en kláruðum ekki færin okkar. Þannig er fótboltinn. Við vorum með boltann stóra hluta leiksins og sköpuðum okkur fín færi. Við lágum á þeim, en það vantaði herslumuninn að klára færin." „Spilamennskan var samt fín, en það vantaði lokasendinguna þegar við komum á síðasta þriðjunginn," sem segir að Stjörnuliðið verði að halda áfram þótt þær séu með sex stiga forystu." „Við þurfum bara halda áfram. Ég veit að Breiðablik klárar alla sína leiki sem eftir eru. Við eigum sex stig á þær ennþá og það er margt að hugsa um. Það er að koma bikarúrslitaleikur og var verið að draga í Evrópukeppni, margt sem hvílir á huganum á leikmönnum." „Það er erfitt að koma á Valsvöllinn og Valur er með fínt lið, mikið betra en taflan sýnir. Við vissum að þetta yrði erfitt, en við erum ekkert í mikilli fýlu. Við hefðum þó að sjálfsögðu átt að klára þennan leik með sigri," sagði Ólafur og segir að sýnir leikmenn hafi ekki verið komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað eru eitthverjar farnar að hugsa um hann. Miðað við spilamennskuna í dag var samt einbeitingin á þessum leik, en stundum er þetta stöngin inn og stöngin út." Eins og fyrr segir spilar Stjarnan bikarúrslitaleik á laugardaginn, en þá mætir liðið Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur er spenntur fyrir leiknum. „Bikarleikir eru alltaf skemmtilegir. Það eru allir spenntir að fara á Laugardalsvöllinn og spila og eini möguleikinn til að komast þangað er að vera í landsliðinu eða spila í bikarúrslitum. Þetta er stærsti leikur sumarsins og núna förum við að einbeita okkur að honum," sagði Ólafur Þór við Vísi í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í kvöld í frekar bragðdaufum leik. Leikurinn var frekar tíðindalítill eins og úrslitin gefa til að kynna.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrir leikinn bjóstu flestir við sigri Stjörnustúlka, en annað kom á daginn. Leikurinn var frekar leiðinlegur, en Valsstúlkur vörðust með kjafti og klóm. Þær fengu nokkur hálffæri, en Stjörnustúlkur betri færi. Hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust jafntefli niðurstaðan. Fyrri hálfleikurin á Vodafone-vellinum í kvöld var afspyrnuleiðinlegur. Bæði lið héldu boltanum illa innan liðsins, en Stjörnustúlkur fengu þó ívið betri færi í fyrri hálfleik. Þær voru með vindinn í bakið, en reyndu of mikið af háum sendingum sem enduðu annað hvort aftur fyrir endamörk eða í fanginu á Birnu markverði Vals. Stjörnustúlkur fengu ívið betri færi í fyrri hálfleik. Sigrún Ella Einarsdóttir fékk í tvígang fínt færi í fyrri hálfleik, en Birna Kristjánsdóttir sá við henni í bæði skiptin. Hallbera Guðný fékk gott skallafæri um miðbik fyrri hálfleiks og þar með eru færi fyrri hálfleiks upptalin. Markalaust í bragðdaufum fyrri hálfleik á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikurinn var ekki skemmtilegur, en sá síðari var enn verri. Valsliðið lá vel til baka og beittu skyndisóknum, en þær vörðust vel. Þegar þær sóttu hefðu þær viljað senda fleiri leikmenn í sóknina, en raun bar vitni því þegar fyrirgjafirnar komu fyrir markið voru einungis ein til tvær inn í teignum. Stjörnuliðið náði ekki að skapa sér færi gegn sterkri Valsvörn í síðari hálflelik, en bestu tækifærin fékk Sigrún Ella í fyrri hálfleik. Spurning er hvort bikarúrslitaleikurinn sem Stjarnan er að fara spila á laugardaginn hafi eitthvað truflað einbeitingu leikmanna, en leiknum lauk með markalausu jafntefli á Hlíðarenda. Valssliðið var annað liðið í ár til að taka stig af toppliði Stjörnunnar, en Breiðablik vann Stjörnuna í fyrsta leik tímabilsins. Stjörnuliðið er þó enn með sex stiga forystu á toppnum, en Valur er í sjötta sæti deildarinnar.Dóra María: Aldrei ásættanlegt fyrir Val að vera í sjötta sæti „Maður getið verið þokkalega sáttur, en maður er í þessu til að vinna. Þær hafa þó ekki tapað stigum lengi, þannig ágætt að ná jafntefli," sagði Dóra María Lárusdóttir, fyrirliði Vals í leikslok. „Við fengum ágætis sóknir, en það vantaði fleiri menn inn í boxið til þess að klára þetta. Þær fengu þó líka einnig góð færi." „Þær voru mikla meira með boltann og það var leikplanið að leyfa þeim að vera með boltann og loka svæðunum. Birna var örugg í markinu þegar á reyndi." Valsstúlkur eru í sjötta sæti sem og karlalið félagsins. Dóra María segir að það sé fúlt, en liðið horfi upp á við. „Það er aldrei ásættanlegt fyrir Val að vera í sjötta sæti, en það er stutt í þriðja sætið allaveganna. Það er eitthvað sem við horfum til," sagði Dóra María við Vísi í leikslok.Ólafur Þór: Stærsti leikur sumarsins „Það gekk ekki upp að skora, en spilið gekk ágætlega. Við vorum töluvert betri í dag, en þær vörðust vel," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum virkilega góð færi, en kláruðum ekki færin okkar. Þannig er fótboltinn. Við vorum með boltann stóra hluta leiksins og sköpuðum okkur fín færi. Við lágum á þeim, en það vantaði herslumuninn að klára færin." „Spilamennskan var samt fín, en það vantaði lokasendinguna þegar við komum á síðasta þriðjunginn," sem segir að Stjörnuliðið verði að halda áfram þótt þær séu með sex stiga forystu." „Við þurfum bara halda áfram. Ég veit að Breiðablik klárar alla sína leiki sem eftir eru. Við eigum sex stig á þær ennþá og það er margt að hugsa um. Það er að koma bikarúrslitaleikur og var verið að draga í Evrópukeppni, margt sem hvílir á huganum á leikmönnum." „Það er erfitt að koma á Valsvöllinn og Valur er með fínt lið, mikið betra en taflan sýnir. Við vissum að þetta yrði erfitt, en við erum ekkert í mikilli fýlu. Við hefðum þó að sjálfsögðu átt að klára þennan leik með sigri," sagði Ólafur og segir að sýnir leikmenn hafi ekki verið komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. „Auðvitað eru eitthverjar farnar að hugsa um hann. Miðað við spilamennskuna í dag var samt einbeitingin á þessum leik, en stundum er þetta stöngin inn og stöngin út." Eins og fyrr segir spilar Stjarnan bikarúrslitaleik á laugardaginn, en þá mætir liðið Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur er spenntur fyrir leiknum. „Bikarleikir eru alltaf skemmtilegir. Það eru allir spenntir að fara á Laugardalsvöllinn og spila og eini möguleikinn til að komast þangað er að vera í landsliðinu eða spila í bikarúrslitum. Þetta er stærsti leikur sumarsins og núna förum við að einbeita okkur að honum," sagði Ólafur Þór við Vísi í leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira