Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Bjarki Ármannsson skrifar 26. ágúst 2014 11:42 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Vísir/pjetur Umboðsmaður Alþingis mun taka samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefán Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til formlegrar athugunar. Tilkynnt var um þetta í dag samhliða því sem þriðja bréf Umboðsmanns til ráðherra varðandi þessi samskipti barst. Það er ekki nýtt að Umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á starfi ráðherra eða starfsemi framkvæmdavaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það aftur á móti afar fátítt, ef ekki einsdæmi, að í slíkum aðstæðum vísi Umboðsmaður í annan málslið 12. greinar laga um Umboðsmann Alþingis, líkt og gert er í bréfinu sem birtist í dag. Í þeim lögum segir að ef Umboðsmaður Alþingis verði áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið. Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður upphaflega eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta ráðherra af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis mun taka samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefán Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til formlegrar athugunar. Tilkynnt var um þetta í dag samhliða því sem þriðja bréf Umboðsmanns til ráðherra varðandi þessi samskipti barst. Það er ekki nýtt að Umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á starfi ráðherra eða starfsemi framkvæmdavaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það aftur á móti afar fátítt, ef ekki einsdæmi, að í slíkum aðstæðum vísi Umboðsmaður í annan málslið 12. greinar laga um Umboðsmann Alþingis, líkt og gert er í bréfinu sem birtist í dag. Í þeim lögum segir að ef Umboðsmaður Alþingis verði áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið. Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður upphaflega eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta ráðherra af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41