Æfingar lagðar niður hjá körfuboltaliðum til að fylla Höllina Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 11:45 Ingi Þór Steinþórsson mætir með góðum hópi úr Stykkishólmi. vísir/daníel „Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27
Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59
Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00
Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48
Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30