Ágúst: Örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvelli skrifar 25. ágúst 2014 20:57 Ágúst Gylfason. Vísir/Daníel Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47