Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Orri Steinn Óskarsson hefur átt frábært ár. Real Sociedad Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
CIES, rannsóknarhópur sem tekur saman ýmsa tölfræði og aðra hluti tengda fótbolta, skipaði hundrað manna listann. Orri var í upphafi sumars metinn á 15,2 milljónir evra af CIES. Hann var síðan keyptur af Real Sociedad frá FC Kaupmannahöfn í sumar á tuttugu milljónir evra. Eftir góða spilamennsku undanfarið er virði hans nú talið vera 36 milljónir evra. Það er rúmlega tuttugu milljóna stökk, að mati CIES, á aðeins hálfu ári. Orri hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins spilað að meðaltali 36 mínútur í leik. Það gerir eitt mark á hverjum 146 mínútum. Þar að auki potaði hann inn fyrsta Evrópudeildarmarkinu í gær, í þriðja leiknum. Hann skoraði einnig stórglæsilegt mark fyrir Ísland þegar hann brunaði upp hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi fyrir tæpum mánuði. Annað landsliðsmark hans á árinu eftir að hafa stangað boltann inn gegn Svartfjallalandi í september. Sjötti verðmætasti framherjinn Af framherjum er Endrick, Brassinn hjá Real Madrid, langverðmætastur en hann er metinn á 98 milljónir evra. Jhon Durán (70 milljónir) og Evan Ferguson (61 milljón) fylgja eftir í öðru og þriðja sæti. Svo má finna Samu Omorodion (51 milljón) og Vitor Roque (43 milljónir) áður en komið er að Orra. Á eftir honum eru svo George Ilenikhena, Youssoufa Moukoko og Santiago Castro sem eru allir metnir á rétt rúmar 35 milljónir. Hinn átján ári gamli Endrick er talinn verðmætasti ungi framherjinn. Mateo Villalba/Getty Images Fjórir metnir á meira en hundrað milljónir Fjórir leikmenn eru metnir á meira en hundrað milljónir evra. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Lamine Yamal sé í efsta sæti. Hann er metinn á rúmar 180 milljónir evra en Alejandro Garnacho (115 milljónir), Warren Zaire-Emery (109 milljónir) og Sávio (101 milljón) fylgja honum eftir. Lamine Yamal var nýlega valinn besti ungi leikmaður heims og því ætti ekki neinn að furða að hann sé sá verðmætasti. Ion Alcoba Beitia/Getty Images
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira