Erlent

Pórósjenkó boðar til kosninga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Petro Porosjenko, forseti Úkraínu.
Petro Porosjenko, forseti Úkraínu. Vísir/AFP
Petró Pórósjenkó, forseti Úkraínu, ákvað í kvöld að leysa þingið frá og boðaði hann til kosninga þann 26. október.

Rúmlega tvö þúsund hafa látið lífið í átökum úkraínska stjórnarhersins og sveitum aðskilnaðarsinna síðustu mánuði.

Þá hafa um 330 þúsund neyðst til að flýja heimili sín.

Pórósjenkó sagði í fjölmiðlum ytra í kvöld að ennþá væru margir stuðningsmenn Viktor Janúkóvitsj, fyrrum forseta, inn á úkraínska þinginu og því ætti þjóðin að fá tækifæri til að velja sér nýja þingmenn.

Sergei Lavrov , utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa ætla senda aðra bílalest með hjálpargögnum til austurhluta Úkraínu innan fárra daga.

Úkraínsk stjórnvöld heimilaði ekki komu fyrri bílalestarinnar sem sneri aftur til Rússlands um helgina. Í frétt BBC segir að Úkraínustjórn hafi óttast að innan um hjálpargögnin hafi leynst vopn sem hafi verið ætlað að koma í hendur aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru á bandi Rússlandsstjórnar.

Gögnunum var ekið frá Moskvu fyrr í mánuðinum í tæplega þrjú hundruð vörubílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×