Ricciardo vann í Belgíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. ágúst 2014 13:32 Ricciardo vann sína þriðju keppni í dag. Vísir/Getty Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. Þar sem tímatakan í gær fór fram í rigningu gátu allir ökumenn valið um dekkjagerð í upphafi keppninnar. Fernando Alonso sat eftir á ráslínu þegar ökumenn fóru af stað í upphitunarhring. Hann fékk refsingu vegna þess að vélvirkjar hans voru á brautinni eftir að þeir áttu að vera búnir að yfirgefa hana.Lewis Hamilton náði forystunni af Nico Rosberg strax í ræsingunni. Sebastian Vettel hafði náði fyrsta sætinu en missti það þegar hann missti af beygju og þurfti að gefa sætið eftir. Rosberg lenti aftan á bíl Hamilton þegar Þjóðverjinn var að reyna að taka fram úr. Vinstra afturdekk á bíl Hamilton sprakk við snertinguna Hamilton tapaði mörgum sætum. Hluti af framvæng Rosberg brotnaði af í sömu andrá en Rosberg gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé til að fá nýjan framvæng og nýjan dekkjagang. Daniel Ricciardo tók þá við forystunni. Ricciardo gerði vel í að mjaka sér burt frá Raikkonen sem var annar. Bilið á milli þeirra jókst hægt en örugglega. Rosberg náði þriðja sæti á 25. hring og hóf þá að elta uppi Daniel Ricciardo. Skömmu síðar náði Rosberg öðru sæti af Raikkonen og þá voru 22 sekúndur á milli Rosberg og Ricciardo. Allt kom fyrir ekki, Rosberg náði ekki Ricciardo á lokasprettinum.Ræsingin var rosaleg í dag.Vísir/Getty„Ég sá fram á að komast fram úr Lewis og ég reyndi a fara út fyrir hann en því miður varð snerting,“ sagði Rosberg um atvikið sem að öllum líkindum kostaði Hamilton talsvert magn stiga í dag. „Hér eru nánast jafn margir ástralskir fánar og í Melbourne,“ sagði himinlifandi Ricciardo eftir keppnina og bætti svo við „Þegar maður leiðir keppnina svona lengi snýst allt um að vera eins stöðugur og hægt er.“ „Ég held að það gæti verið erfitt í ár,“ segir Bottas um hvort það styttist í að hann vinni keppni. „Árekstur innan liðsins er algjörlega óásættanlegur,“ segir Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes sem er allt annað en kátur með sína menn í dag. Mercedes liðið verður með fund innan stundar þar sem ökumenn og stjórnendur liðsins ræða atburði dagsins. Bottas þurfti að berjast fyrir þriðja sætinu í dag en tókst að halda því undir lokin.Vísir/GettyÚrslit belgíska kappakstursins 2014: 1.Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Valtteri Bottas - Williams - 15 stig 4.Kimi Raikkonen - Ferrari - 12 stig 5.Sebastian Vettel - Red Bull - 10 stig 6.Kevin Magnussen - McLaren - 8 stig 7.Jenson Button - McLaren - 6 stig 8.Fernando Alonso - Ferrari - 4 stig 9.Sergio Perez - Force India - 2 stig 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11.Nico Hulkenberg - Force India 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Felipe Massa - Williams 14.Adrian Sutil - Sauber 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Max Chilton - Marussia 17.Marcus Ericsson - Caterham Jules Bianchi - Marussia - kláraði ekki Lewis Hamilton Mercedes - kláraði ekki Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki André Lotterer - Caterham - kláraði ekki Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. Þar sem tímatakan í gær fór fram í rigningu gátu allir ökumenn valið um dekkjagerð í upphafi keppninnar. Fernando Alonso sat eftir á ráslínu þegar ökumenn fóru af stað í upphitunarhring. Hann fékk refsingu vegna þess að vélvirkjar hans voru á brautinni eftir að þeir áttu að vera búnir að yfirgefa hana.Lewis Hamilton náði forystunni af Nico Rosberg strax í ræsingunni. Sebastian Vettel hafði náði fyrsta sætinu en missti það þegar hann missti af beygju og þurfti að gefa sætið eftir. Rosberg lenti aftan á bíl Hamilton þegar Þjóðverjinn var að reyna að taka fram úr. Vinstra afturdekk á bíl Hamilton sprakk við snertinguna Hamilton tapaði mörgum sætum. Hluti af framvæng Rosberg brotnaði af í sömu andrá en Rosberg gat haldið áfram. Rosberg tók þjónustuhlé til að fá nýjan framvæng og nýjan dekkjagang. Daniel Ricciardo tók þá við forystunni. Ricciardo gerði vel í að mjaka sér burt frá Raikkonen sem var annar. Bilið á milli þeirra jókst hægt en örugglega. Rosberg náði þriðja sæti á 25. hring og hóf þá að elta uppi Daniel Ricciardo. Skömmu síðar náði Rosberg öðru sæti af Raikkonen og þá voru 22 sekúndur á milli Rosberg og Ricciardo. Allt kom fyrir ekki, Rosberg náði ekki Ricciardo á lokasprettinum.Ræsingin var rosaleg í dag.Vísir/Getty„Ég sá fram á að komast fram úr Lewis og ég reyndi a fara út fyrir hann en því miður varð snerting,“ sagði Rosberg um atvikið sem að öllum líkindum kostaði Hamilton talsvert magn stiga í dag. „Hér eru nánast jafn margir ástralskir fánar og í Melbourne,“ sagði himinlifandi Ricciardo eftir keppnina og bætti svo við „Þegar maður leiðir keppnina svona lengi snýst allt um að vera eins stöðugur og hægt er.“ „Ég held að það gæti verið erfitt í ár,“ segir Bottas um hvort það styttist í að hann vinni keppni. „Árekstur innan liðsins er algjörlega óásættanlegur,“ segir Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes sem er allt annað en kátur með sína menn í dag. Mercedes liðið verður með fund innan stundar þar sem ökumenn og stjórnendur liðsins ræða atburði dagsins. Bottas þurfti að berjast fyrir þriðja sætinu í dag en tókst að halda því undir lokin.Vísir/GettyÚrslit belgíska kappakstursins 2014: 1.Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Valtteri Bottas - Williams - 15 stig 4.Kimi Raikkonen - Ferrari - 12 stig 5.Sebastian Vettel - Red Bull - 10 stig 6.Kevin Magnussen - McLaren - 8 stig 7.Jenson Button - McLaren - 6 stig 8.Fernando Alonso - Ferrari - 4 stig 9.Sergio Perez - Force India - 2 stig 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig 11.Nico Hulkenberg - Force India 12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13.Felipe Massa - Williams 14.Adrian Sutil - Sauber 15.Esteban Gutierrez - Sauber 16.Max Chilton - Marussia 17.Marcus Ericsson - Caterham Jules Bianchi - Marussia - kláraði ekki Lewis Hamilton Mercedes - kláraði ekki Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki Pastor Maldonado - Lotus - kláraði ekki André Lotterer - Caterham - kláraði ekki
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00
Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15
Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06