Skemmtileg vandræði Mickelson | Tringale og Scott á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Mickelson skemmti áhorfendum þrátt fyrir erfitt gengi vísir/getty Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan. Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Cameron Tringale og Adam Scott eru efstir eftir tvo hringi á fyrsta Fed Ex mótinu sem leikið er á Ridgewood golfvellinum. Engu að síður var það Phil Mickelson sem stal senunni. Tringale lék á þremur undir pari í gær og er alls á átta undir pari líkt og Scott sem lék frábært golf í gær og lék á sex undir pari þrátt fyrir að hafa misst fjölmörg pútt á hringnum. Efsti kylfingur heimslistans, Rory McIlroy lék einnig á sex undir pari í gær og er alls á þremur undir pari eftir erfiðan fyrsta hring. Kylfingur dagsins var þó Phil Mickelson. Hann átti í bullandi vandræðum og rétt slapp í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi yfir pari eftir að hafa parað fyrsta hringinn. Það voru einmitt vandræði Mickelson á fimmtu holu vallarins sem vöktu hvað mesta athygli. Fimmta holan er stutt par 4 hola. Mickelson ætlaði sér að slá inn á flötina í einu höggi en það gekk ekki betur en svo að hann sló upp í áhorfendastúku. Sjón er sögu ríkari en höggin í og úr stúkunni má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira