Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Óskar Ófeigur Jónson skrifar 20. ágúst 2014 23:24 Logi Gunnarsson var öflugur í kvöld. vísir/vilhelm Logi Gunnarsson var sá leikmaður landsliðsins sem var búin að bíða lengst eftir því að komast með íslenska landsliðinu á stórmót en það gæti ræst á næsta ári eftir sigurinn á Bretlandi í London í kvöld. Ísland er öruggt með annað sætið í riðlinum en sex af sjö liðum í öðru sæti fara inn á EM 2015. „Þegar maður er ekki 110 prósent viss um að vera kominn á EM þá vill maður halda aðeins aftur af sér. Við létum eðlilega aðeins tilfinningarnar í ljós eftir leikinn því við vorum að stíga skref í íslenskri körfuboltasögu sem aldrei höfðu verið stigin áður," sagði Logi. „Við erum eiginlega komnir alla leið en það er alltaf þetta aðeins sem er eftir. Við ætlum bara að bíða og sjá hvað gerist. Við förum bara í Bosníuleikinn til þess að reyna að vinna hann og vinna hann með ellefu stigum þannig að við tökum fyrsta sætið í riðlinum," sagði Logi brosandi. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með enn einni endurkomunni. „Það er búinn að vera stíllinn okkar og bragurinn yfir leik okkar að koma alltaf til baka og gefast aldrei upp. Við gerðum það á móti Bosníu og það var mikilvægt að tapa ekki stórt þar. Eins í kvöld þegar við komum til baka eftir að hafa verið þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta er okkar stíll að gefast aldrei upp," sagði Logi og bætti við: „Það eru örugglega margir hissa í evrópska körfuboltaheiminum að sjá hvað er að fara að gerast," sagði Logi brosandi. „Þetta er svo mikill liðskörfubolti sem við spilum. Það skorar einn mest í einum leik og svo kemur annar og stígur upp í næsta leik. Við gerum þetta líka fyrir hvern annan," sagði Logi. „Það samgleðjast allir þeim sem gengur vel hjá og við erum bara frábært körfuboltalið," sagði Logi. Það þarf stærðfræðing til þess að reikna út hversu miklar líkur er að annað sætið í okkar riðli nái að vera eitt af þeim sex sem skila EM-sæti. „Þetta er mjög há prósenta og hún er með okkur. Við höldum áfram stefnunni okkar og að fara í alla leiki eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að spila frábærlega og núna bætum við bara í fyrir síðasta leikinn," sagði Logi. „Við erum komnir mjög langt og næstum því alla leið. Við erum mjög ánægðir með hversu samrýndir við erum sem lið. Við erum líka orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða," sagði Logi. „Við erum sameiginlega, allir í þessu körfuboltaliði, að færa íslenskan körfubolta upp á næstra plan sem ekki allir áttu von á eða héldu að gæti gerst. Þetta er stórt og mikið kvöld í íþróttasögunni á Íslandi," sagði Logi að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Logi Gunnarsson var sá leikmaður landsliðsins sem var búin að bíða lengst eftir því að komast með íslenska landsliðinu á stórmót en það gæti ræst á næsta ári eftir sigurinn á Bretlandi í London í kvöld. Ísland er öruggt með annað sætið í riðlinum en sex af sjö liðum í öðru sæti fara inn á EM 2015. „Þegar maður er ekki 110 prósent viss um að vera kominn á EM þá vill maður halda aðeins aftur af sér. Við létum eðlilega aðeins tilfinningarnar í ljós eftir leikinn því við vorum að stíga skref í íslenskri körfuboltasögu sem aldrei höfðu verið stigin áður," sagði Logi. „Við erum eiginlega komnir alla leið en það er alltaf þetta aðeins sem er eftir. Við ætlum bara að bíða og sjá hvað gerist. Við förum bara í Bosníuleikinn til þess að reyna að vinna hann og vinna hann með ellefu stigum þannig að við tökum fyrsta sætið í riðlinum," sagði Logi brosandi. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með enn einni endurkomunni. „Það er búinn að vera stíllinn okkar og bragurinn yfir leik okkar að koma alltaf til baka og gefast aldrei upp. Við gerðum það á móti Bosníu og það var mikilvægt að tapa ekki stórt þar. Eins í kvöld þegar við komum til baka eftir að hafa verið þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta er okkar stíll að gefast aldrei upp," sagði Logi og bætti við: „Það eru örugglega margir hissa í evrópska körfuboltaheiminum að sjá hvað er að fara að gerast," sagði Logi brosandi. „Þetta er svo mikill liðskörfubolti sem við spilum. Það skorar einn mest í einum leik og svo kemur annar og stígur upp í næsta leik. Við gerum þetta líka fyrir hvern annan," sagði Logi. „Það samgleðjast allir þeim sem gengur vel hjá og við erum bara frábært körfuboltalið," sagði Logi. Það þarf stærðfræðing til þess að reikna út hversu miklar líkur er að annað sætið í okkar riðli nái að vera eitt af þeim sex sem skila EM-sæti. „Þetta er mjög há prósenta og hún er með okkur. Við höldum áfram stefnunni okkar og að fara í alla leiki eins og við höfum verið að gera. Við erum búnir að spila frábærlega og núna bætum við bara í fyrir síðasta leikinn," sagði Logi. „Við erum komnir mjög langt og næstum því alla leið. Við erum mjög ánægðir með hversu samrýndir við erum sem lið. Við erum líka orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða," sagði Logi. „Við erum sameiginlega, allir í þessu körfuboltaliði, að færa íslenskan körfubolta upp á næstra plan sem ekki allir áttu von á eða héldu að gæti gerst. Þetta er stórt og mikið kvöld í íþróttasögunni á Íslandi," sagði Logi að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08