Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 22:41 Pavel Ermolinskij gegn Bretum í Höllinni. vísir/vilhelm „Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
„Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04