Íslenski boltinn

Kristján: Horfum bara á efri hlutann

Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. vísir/daníel
„Við spiluðum frekar illa. Við gerðum ansi margar vitleysur. Bæði ótrúlegar ákvarðanatökur og margar slakar sendingar. Þetta var mjög dapurt hjá okkur,“ sagði KristjánGuðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tap gegn Keflavík í kvöld.

„Það er erfitt að finna eina skýringu núna en við vorum auðvitað að spila á móti mjög góðu liði. Bikarúrslitin hafa einhver áhrif en það er orka í okkur,“ sagði Kristján.

„Við vorum að hlaupa og við vorum ekkert að leggjast til baka eða neitt slíkt. Við þrýstum á þá. Það vantaði eitthvað upp á einbeitinguna og að framkvæma. Tækniatriðin voru slök en orkan var til staðar.“

Keflavík er með 18 stig eftir sextán umferðir og hefur sogast ofan í fallbaráttuna. Liðið er þremur stigum frá fallsæti, en Kristján horfir ekki á fallpakkann.

„Deildin er jöfn fyrir utan ofurliðin þrjú. Nú er hvert einasta mark dýrmætt, það er ekki bara hvert einasta stig,“ sagði Kristján.

„Mér sýnist að hver einasti leikur sem eftir er vera mikilvægur. Það er hægt að dragast niður í neðri hlutann en það er líka möguleiki að vera áfram í efri hlutanum og við horfum bara þangað."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×