Hlynur: Síðasta tækifærið fyrir okkur eldri karlana Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 09:25 Hlynur Bæringsson í leiknum gegn Bretum á dögunum. Víisr/Vilhelm Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur spilað marga stórleiki á ferlinum en þeir verða varla stærri en leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London. „Þetta er pottþétt sá stærsti á ferlinum og sá mikilvægasti með leikjunum til að vinna titlana," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins sem mætir Bretlandi á London á morgun en sigur kemur liðinu nánast örugglega inn á EM. „Ef þetta tekst þá verður þetta örugglega hápunkturinn. Það er mikil löngun og við gerum allt til þess að láta þennan draum verða að veruleika," sagði Hlynur en hvernig verður spennustigið hjá liðinu í þessum mikilvæga leik. „Byrjunin gæti snúist um að stilla spennustigið og það er alveg eðlilegt. Það gæti líka hjálpað okkur seinna í leiknum ef við náum að komast út úr stressinu sem verður pottþétt í upphafi leiks. Þá gætum við verið rétt stilltir, með hátt tempó og háan mótor," sagði Hlynur og bætti við: „Ég verð pottþétt smá stressaður þangað til fyrsta karfan fer ofan í. Það er oft þannig," sagði Hlynur. Hlynur fékk á sig sína fyrstu villu eftir aðeins nokkrar sekúndur í tapleiknum í Bosníu og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. „Það var mjög erfitt enda leikur sem var nógu erfiður fyrir. Það fáa sem gekk upp hjá manni var flautað af. Það er mjög þægilegt að skora snemma en það er mjög erfitt á móti sterkum þjóðum að þurfa ennþá að vera að reyna að finna sig í þriðja leikhluta. Við skulum vona að það verði ekki í þessum leik," sagði Hlynur. Hvað breytir það fyrir íslenska liðið að fá Jón Arnór Stefánsson inn fyrir þennan mikilvæga leik við Breta? „Ég held að það breyti ekki miklu því við verðum bara betri heilt yfir. Jón hefur allan sinn feril verið frábær liðsmaður í vörn og sókn. Auðvitað spilar hann stærra hlutverk í sókninni hjá okkur heldur en í sínum liðum. Þrátt fyrir hans velgengni hefur Jón aldrei verið með einhverja stjörnustæla og það væri meira mál að setja þannig menn inn í liðið. Hann hefur alltaf verið tipp topp liðsmaður og hann gerir okkur bara betri. Hann breytir samt ekkert rosalega miklu," sagði Hlynur. Hvað þarf að gerast til þess að Ísland vinni Bretland í Koparkassanum í kvöld? „Við þurfum bara að spila vel til að vinna þennan leik. Oft áður þegar við höfðum átt möguleika þá hafa menn mikið verið að velta sér upp úr ef og hefði og að þetta þarf að gerast. Þeir eru alveg með gott lið og eru betri á heimavelli en menn þurfa ekki að setja pressu á sig að eiga ofboðslega góðan leik," sagði Hlynur. „Við þurfum að spila okkur leik, vera rétt stemmdir og góðir. Þá held ég að við klárum þetta," sagði Hlynur. „Það er rosalega mikið undir. Fyrir okkur sem erum orðnir aðeins eldri í þessu þá er þetta síðasti sjensinn í raun og veru. Við fengum smá sjens í fyrra og það tókst ekki. Þetta er síðasti möguleikinn og við ætlum að nýta hann," sagði Hlynur. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur spilað marga stórleiki á ferlinum en þeir verða varla stærri en leikurinn í kvöld þegar íslenska landsliðið getur komist langleiðina inn á EM með sigri á Bretum í London. „Þetta er pottþétt sá stærsti á ferlinum og sá mikilvægasti með leikjunum til að vinna titlana," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins sem mætir Bretlandi á London á morgun en sigur kemur liðinu nánast örugglega inn á EM. „Ef þetta tekst þá verður þetta örugglega hápunkturinn. Það er mikil löngun og við gerum allt til þess að láta þennan draum verða að veruleika," sagði Hlynur en hvernig verður spennustigið hjá liðinu í þessum mikilvæga leik. „Byrjunin gæti snúist um að stilla spennustigið og það er alveg eðlilegt. Það gæti líka hjálpað okkur seinna í leiknum ef við náum að komast út úr stressinu sem verður pottþétt í upphafi leiks. Þá gætum við verið rétt stilltir, með hátt tempó og háan mótor," sagði Hlynur og bætti við: „Ég verð pottþétt smá stressaður þangað til fyrsta karfan fer ofan í. Það er oft þannig," sagði Hlynur. Hlynur fékk á sig sína fyrstu villu eftir aðeins nokkrar sekúndur í tapleiknum í Bosníu og komst aldrei almennilega í takt við leikinn. „Það var mjög erfitt enda leikur sem var nógu erfiður fyrir. Það fáa sem gekk upp hjá manni var flautað af. Það er mjög þægilegt að skora snemma en það er mjög erfitt á móti sterkum þjóðum að þurfa ennþá að vera að reyna að finna sig í þriðja leikhluta. Við skulum vona að það verði ekki í þessum leik," sagði Hlynur. Hvað breytir það fyrir íslenska liðið að fá Jón Arnór Stefánsson inn fyrir þennan mikilvæga leik við Breta? „Ég held að það breyti ekki miklu því við verðum bara betri heilt yfir. Jón hefur allan sinn feril verið frábær liðsmaður í vörn og sókn. Auðvitað spilar hann stærra hlutverk í sókninni hjá okkur heldur en í sínum liðum. Þrátt fyrir hans velgengni hefur Jón aldrei verið með einhverja stjörnustæla og það væri meira mál að setja þannig menn inn í liðið. Hann hefur alltaf verið tipp topp liðsmaður og hann gerir okkur bara betri. Hann breytir samt ekkert rosalega miklu," sagði Hlynur. Hvað þarf að gerast til þess að Ísland vinni Bretland í Koparkassanum í kvöld? „Við þurfum bara að spila vel til að vinna þennan leik. Oft áður þegar við höfðum átt möguleika þá hafa menn mikið verið að velta sér upp úr ef og hefði og að þetta þarf að gerast. Þeir eru alveg með gott lið og eru betri á heimavelli en menn þurfa ekki að setja pressu á sig að eiga ofboðslega góðan leik," sagði Hlynur. „Við þurfum að spila okkur leik, vera rétt stemmdir og góðir. Þá held ég að við klárum þetta," sagði Hlynur. „Það er rosalega mikið undir. Fyrir okkur sem erum orðnir aðeins eldri í þessu þá er þetta síðasti sjensinn í raun og veru. Við fengum smá sjens í fyrra og það tókst ekki. Þetta er síðasti möguleikinn og við ætlum að nýta hann," sagði Hlynur.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00 Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45 Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00 Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer Fyrirliðinn ánægður með Jón Arnór á æfingunni í London í kvöld. 19. ágúst 2014 22:15
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Pavel Ermolinskij er spenntur fyrir leiknum í kvöld gegn Bretum en með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta. Þrátt fyrir að glíma við meiðsli er Pavel tilbúinn að gefa allt í leikinn í kvöld 20. ágúst 2014 09:00
Helgi Már: Sem betur fer er ég með skilningsríkan vinnuveitanda Kemur inn í liðið og spilar gegn Bretlandi annað kvöld. 19. ágúst 2014 21:45
Martin: Þetta var eitt það rosalegasta sem ég hef upplifað Martin Hermannsson segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemmingu og í leiknum gegn Bosníu ytra á dögunum en hann getur ekki beðið eftir leiknum gegn Bretlandi í kvöld sem verður stærsti leikur ferilsins. 20. ágúst 2014 15:00
Logi: Við erum allir eins og bræður Logi Gunnarsson, leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins, er harður á því að leikurinn á móti Bretum í kvöld sé sá stærsti á ferlinum ásamt því að hrósa liðsheildinni í íslenska landsliðinu. 20. ágúst 2014 11:15
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01
Haukur Helgi: Við ætlum okkur á EM Haukur Helgi Pálsson ætlar ekki að láta meiðsli stoppa sig frá því að spila leikinn gegn Bretum í London í kvöld. Haukur lenti í töluverðum vandræðum út í Bosníu á dögunum vegna meiðsla og vinnuvandræða en liðsfélagar hans stigu upp í fjarveru hans. 20. ágúst 2014 13:00
Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum