Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Pavel í leik Íslands og Bretlands á dögunum. Vísir/Vilhelm Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01