Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason og Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 9. september 2014 14:10 Jón Daði kemur hér Íslandi yfir í leiknum. Vísir/Anton Ísland vann glæsilegan sigur á Tyrklandi með þremur mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Sigurinn var sanngjarn, en leikur íslenska liðsins var gríðarlega vel útfærður og leikplan þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar gekk fullkomlega upp. Þótt Lars og Heimir hafi látið íslenska liðið æfa leikkerfið 3-5-2 í aðdraganda leiksins, þá héldu þeir sig við hið hefðbundna leikkerfi 4-4-2 sem reyndist svo vel í síðustu undankeppni.Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrkja, stillti hins vegar upp í 3-4-3, þar sem þeir Onur Kivrak og Arda Turan léku sitt hvorum megin við framherjann Burak Yilmaz. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var augljóst hver dagsskipunin var: að pressa Tyrkina framarlega og leyfa þeim ekki að byggja upp spil úr öftustu línu. Þetta herbragð heppnaðist svo til fullkomlega í fyrri hálfleik, en Tyrkirnir áttu í miklum vandræðum að leysa pressu íslenska liðsins og Turan og félagar í framínunni komust lítið í boltann. Íslendingar voru einnig duglegir að láta finna fyrir sér og það virtist fara í taugarnar á gestunum. Annað sem einkenndi leikinn voru yfirburðir Íslendinga í föstum leikatriðum, en hætta skapaðist nánast í hvert einasta skipti sem Ísland fékk hornspyrnu eða aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Tyrkja. Markvörðurinn Onur Kivrak var óöruggur og íslensku strákarnir nýttu sér þennan veikleika í vörn Tyrklands til hins ítrasta. Íslendingar gerðu sig fljótlega líklega upp við mark Tyrklands. Jón Daði Böðvarsson, sem var óvænt í byrjunarliði Íslands, var mjög líflegur og iðinn og eftir nokkura mínútna leik átti hann góða fyrirgjöf á Birki Bjarnason sem skaut boltanum yfir. Á 11. mínútu komst varnarmaður Tyrkja fyrir skot Kolbeins Sigþórssonar eftir vel útfærða skyndisókn Íslands og þremur mínútum síðar átti AriFreyr Skúlason frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn þar sem Jón Daði reis hæst, en skalli hans hafnaði í slá tyrkneska marksins. Á 17. mínútu tóku Íslendingar svo forystuna og það kom lítið óvart að markið skyldi koma eftir fast leikatriði. Gylfi tók hornspyrnu frá vinstri og sneri boltann inn á markteiginn. Kivrak kom út úr markinu, en missti af boltanum og Jón Daði var réttur maður á réttum stað og skallaði boltann í slá og inn. Frábær byrjun hjá þessum unga Selfyssingi sem skoraði þarna sitt fyrsta mark í fjórum landsleikjum. Leikurinn róaðist nokkuð eftir markið, en Íslendingar voru áfram sterkari aðilinn. Íslenska liðið fékk reyndar viðvörun á 27. mínútu þegar Selçuk Inan átti skot yfir eftir misheppnaða hreinsun frá Birki. Sóknir Íslands voru áfram hættulegar og á 32. mínútu varði Kivrak skot frá Kolbeini af stuttu færi eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar sem spilaði einn sinn besta landsleik. Hann og Ari náðu vel saman og voru duglegir að tvöfalda á Gökhan Gönül, hægri vængbakvörð Tyrkja, sem fékk litla hjálp í leiknum. Á 37. mínútu átti Ari svo frábæra fyrirgjöf frá vinstri eftir fallega íslenska sókn, en skalli Birkis á fjærstönginni fór í hliðarnetið. Þremur mínútur var Birkir aftur á ferðinni, en skot hans fór framhjá tyrneska markinu. Á 43. mínútu minnti Turan á sig þegar hann átti gott skot rétt fyrir utan vítateig sem Hannes Þór Halldórsson, sem hafði haft lítið að gera fram að því, sló yfir. Tyrkirnir komust betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks, en íslenska vörnin stóð fyrir sínu og kom í veg fyrir að gestirnir sköpuðu sér hættuleg færi. Staðan í hálfleik var 1-0, en Tyrkirnir komu nokkuð sterkir til leiks í síðari hálfleik. Íslenska vörnin var þó enn þétt fyrir, en íslensku varnarmennirnir höfðu sérstaklega góðar gætur á Turan sem sást lítið í leiknum. Á 54. mínútu átti Jón Daði skot framhjá í litlu jafnvægi eftir að Emil hafði komist upp að endamörkum og sent boltann út í teiginn. Á 59. mínútu fékk varnarmaðurinn Ömer Toprak að líta sitt annað gula spjald á fimm mínútum og skildi sína menn eftir einum færri í erfiðri stöðu. Gylfi tók aukaspyrnuna sem Toprak fékk á sig fyrir að handleika boltann. Hann sendi enn eina gullsendinguna inn á vítateiginn á Kolbeinn sem hristi sig lausan, en Kivrak varði skalla hans af stuttu færi frábærlega. Á 69. mínútu fékk Yilmaz, leikmaður Galatasary, besta færi Tyrkja. Boltinn barst til framherjans hægra megin í markteignum en hann hitti boltann illa og skot hans fór yfir íslenska markið. Síðan tóku dásamlegar mínútur við. Á 76. mínútu fékk Gylfi boltann frá varamanninum RúrikGíslason fyrir utan vítateiginn. Swansea-maðurinn fékk nægan tíma og þegar það gerist er mótherjanum oft vandi á höndum. Og sú varð raunin. Gylfi færði boltann yfir á vinstri fótinn og átti fallegt skot upp í markhornið. Kivrak hafði hönd á boltanum en það dugði ekki til og staðan var orðin 2-0. Og aðeins mínútu síðar var staðan orðin 3-0. Ari átti glæsilega 50-60 metra þversendingu á Kolbein sem var hægra megin við vítateig Tyrklands. Markahrókurinn lagði boltann fyrir og þrumaði honum svo í fjærhornið framhjá varnarlausum Kivrak. Þetta var 16. mark Kolbeins í 24 landsleikjum. Frábær tölfræði hjá frábærum framherja. Íslendingar héldu fengnum hlut eftir þessar ótrúlegu mínútur. Tyrkjunum tókst ekki að finna leiðir í gegnum íslensku vörnina sem skilaði góðu dagsverki í kvöld, líkt og allt liðið, frá fremsta til aftasta manns. Lokatölur 3-0, Íslandi í vil, en strákarnir gátu vart hugsað sér betri byrjun á undankeppninni.Gylfi: Gott að skora fyrsta markið „Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum þetta vel og það var gott að skora fyrsta markið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 3-0 sigurinn á Tyrklandi í kvöld. Swansea-maðurinn sagðist hafa átt von á meiru frá tyrkneska liðinu í leiknum. „Ég bjóst við Tyrkjunum mun sterkari fram á við. Þeir sköpuðu sér mjög lítið og það hvernig við lögðum upp með að verjast þeim gekk upp. Við ætluðum að falla aðeins til baka og það gekk mjög vel. „Og eftir að við komumst í 2-0 þá fórum við Aron (Einar Gunnarsson) sjaldnar fram. Við vissum að leikurinn var svo gott sem unninn og þéttum okkur inni á miðjunni,“ sagði Gylfi sem hefur byrjað tímabilið frábærlega með Swansea. „Ég bæti mig með hverjum leiknum sem ég spila og ég nýt þess að spila fyrir aftan framherjann hjá Swansea. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins gegn Chelsea um hæstu helgi. „Já, þetta verður mjög spennandi. Það yrði gott að ná stigi í þeim leik. Við höfum farið vel af stað og viljum halda þessu góða gengi áfram.“Jón Daði: Ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik „Þetta var æðislegt og framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Það var frábært að byrja með svona sterkum sigri og gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem var nokkuð óvænt í byrjunarliði Íslands í kvöld. Selfyssingurinn þakkaði traustið með marki og frábærum leik. Hann sagði að það hefði ekki komið honum neitt sérstaklega á óvart að vera í byrjunarliðinu. „Nei, svo sem ekki. Mér finnst ég vera búinn að standa mig vel. Það hefði hins vegar ekki heldur komið á óvart ef einhver annar hefði byrjað inn á í staðinn fyrir mig - þetta er það sterkur hópur og flott lið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar á 18. mínútu. En komu Tyrkirnir honum á óvart? „Já, kannski eilítið. Við bjuggumst við meiru af þeim, en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Fara yfir taktík og hvernig við áttum að loka á þá og það gekk mjög vel,“ Jón Daði sem lék sinn fjórða landsleik í kvöld. Hann og Kolbeinn Sigþórsson, framherjar Íslands, voru mjög duglegir í leiknum og pressuðu tyrknesku varnarmennina stíft. En var það planið fyrir leikinn? „Já, bæði og. Við pössuðum okkur á að fara ekki fram úr okkur, loka hættulegum svæðum og það gekk mjög vel eftir,“ sagði Jón Daði að lokum. Aron Einar: Þetta er bara byrjunin„Hvað getur maður sagt. Þetta er glæsileg byrjun. Við ætluðum okkur sigur og markmiðin voru háleit. Við gerðum vel og vorum vel spilandi en þetta er bara byrjunin,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands. „Við erum ekki búnir að vinna neitt. Það er alveg klárt. Við þurfum að halda áfram og búa okkur undir næsta leik. „Frábært að byrja svona vel eins og við gerðum á móti Noregi. Þið sáuð samt hvað gerðist þá, töpuðum á Kýpur. Við erum einbeittir og það þarf allt að ganga upp ef við ætlum okkur eitthvað í þessari keppni,“ sagði Aron Einar og greinilegt að landsliðsfyrirliðinn vill læra af fyrri mistökum „Varnarleikurinn okkar var frábær. Við vorum mjög traustir. Jón Daði (Böðvarsson) kemur inn í byrjunarliðið og er frábær. Þvílíkur styrkur þarna uppi. „Gylfi (Sigurðsson) er eins og hann er. Það er glæsilegt hvernig hann hefur byrjað tímabilið og hann skilar því inn í landsliðið. Þetta var er bara jákvætt. „Við berum mikla virðingu fyrir Tyrkjum og þeir eru mjög sterkir en þetta var taktískur sigur hjá okkur líka. „Svo missa þeir mann af leikvelli og við nýttum okkur okkar sóknir og gerðum virkilega vel. Við getum verið stoltir og stuðningurinn hér í kvöld, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Aron Einar. Kolbeinn: Frábært að setja hann„Þetta var ansi gott verð ég að segja. 3-0 á móti Tyrkjum er eitthvað sem við erum ekki vanir. Þetta var frábær leikur hjá öllu liðinu. Allt liðið átti stórleik,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Við verðum að reyna að spila svona í hverjum einasta leik. Ég held að við höfum spilað einn besta leik Íslands frá upphafi. Við spiluðum vel í nánast allar 90 mínúturnar. Við fengum mörg færi og lentum ekki í miklum vandræðum í vörninni. Þeir fengu kannski eitt eða tvö góð færi. „Við stjórnuðum leiknum og hefðum þess vegna getað unnið stærri sigur. Mér fannst ekki mikil hætta. Skipulagið var frábært og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Þjálfarateymi undirbjó okkur vel,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn skoraði þriðja mark Íslands skömmu eftir að Gylfi Sigurðsson kom Íslandi í 2-0 en Kolbeinn fylgdi marki Gylfa eftir og tryggði að boltinn var kominn yfir línuna áður en hann skoraði svo glæsilegt mark sjálfur með frábærri afgreiðslu. „Ég var ákveðinn í að fylgja boltanum eftir því ef markmaðurinn hefði farið á eftir boltanum hefði hann náð honum. Svo er frábært að ná að setja hann í kjölfarið,“ sagði Kolbeinn sem skoraði þar 16 landsliðsmark sitt í 24 leikjum. „Þetta er eitthvað sem ég leitast að í hverjum leik, að skora og að vera með þetta flotta tölfræði fyrir Ísland er alltaf skemmtilegt að horfa á.“ Kolbeinn lék í fyrsta sinn í fremstu víglínu Íslands með Jón Daða Böðvarsson sér við hlið. Jón Daði skoraði sjálfur í leiknum og er ekki hægt að biðja um meira frá framherjaparinu. „Hann kom vel inn í þetta. Hann varðist vel og sóknarlega hélt hann boltanum. Það er frábært að spila með honum. Ég hef ekki séð mikið af honum spila og hann hefur komið á óvar á æfingum og hann nýtti tækifærið fullkomlega held ég,“ sagði Kolbeinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gott að skora fyrsta markið Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sáttur eftir sigurinn örugga á Tyrkjum í kvöld. 9. september 2014 21:36 Heimir: Frekar þægilegt, þó það sé fáránlegt að segja það Landsliðsþjálfarinn var sigurreifur eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í fyrsta leik undankeppni EM 2016. 9. september 2014 21:49 Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Theodór Elmar: "Ég var með stöðuga gæsahúð síðustu fimmtán mínúturnar“ "Þetta kvöld er á toppnum eins og er og verður seint toppað,“ 9. september 2014 21:33 Hannes Þór: Þetta var langþráður sigur "Við gáfum þeim aldrei séns og keyrðum yfir þá,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands. 9. september 2014 21:42 Jón Daði: Ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Íslands hönd gegn Tyrklandi í kvöld. Selfyssingurinn átti frábæran leik og skoraði fyrsta mark Íslands. 9. september 2014 21:54 Sögustundin: Ísland - Tyrkland Ísland og Tyrkland mætast í áttunda sinn á knattspyrnuvellinum í kvöld í undankeppni EM 2016. 9. september 2014 15:45 Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila „Ég fatta aldrei að láta mig falla,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Tyrkjum. 9. september 2014 21:25 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Ísland vann glæsilegan sigur á Tyrklandi með þremur mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Sigurinn var sanngjarn, en leikur íslenska liðsins var gríðarlega vel útfærður og leikplan þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar gekk fullkomlega upp. Þótt Lars og Heimir hafi látið íslenska liðið æfa leikkerfið 3-5-2 í aðdraganda leiksins, þá héldu þeir sig við hið hefðbundna leikkerfi 4-4-2 sem reyndist svo vel í síðustu undankeppni.Fatih Terim, landsliðsþjálfari Tyrkja, stillti hins vegar upp í 3-4-3, þar sem þeir Onur Kivrak og Arda Turan léku sitt hvorum megin við framherjann Burak Yilmaz. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var augljóst hver dagsskipunin var: að pressa Tyrkina framarlega og leyfa þeim ekki að byggja upp spil úr öftustu línu. Þetta herbragð heppnaðist svo til fullkomlega í fyrri hálfleik, en Tyrkirnir áttu í miklum vandræðum að leysa pressu íslenska liðsins og Turan og félagar í framínunni komust lítið í boltann. Íslendingar voru einnig duglegir að láta finna fyrir sér og það virtist fara í taugarnar á gestunum. Annað sem einkenndi leikinn voru yfirburðir Íslendinga í föstum leikatriðum, en hætta skapaðist nánast í hvert einasta skipti sem Ísland fékk hornspyrnu eða aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Tyrkja. Markvörðurinn Onur Kivrak var óöruggur og íslensku strákarnir nýttu sér þennan veikleika í vörn Tyrklands til hins ítrasta. Íslendingar gerðu sig fljótlega líklega upp við mark Tyrklands. Jón Daði Böðvarsson, sem var óvænt í byrjunarliði Íslands, var mjög líflegur og iðinn og eftir nokkura mínútna leik átti hann góða fyrirgjöf á Birki Bjarnason sem skaut boltanum yfir. Á 11. mínútu komst varnarmaður Tyrkja fyrir skot Kolbeins Sigþórssonar eftir vel útfærða skyndisókn Íslands og þremur mínútum síðar átti AriFreyr Skúlason frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn þar sem Jón Daði reis hæst, en skalli hans hafnaði í slá tyrkneska marksins. Á 17. mínútu tóku Íslendingar svo forystuna og það kom lítið óvart að markið skyldi koma eftir fast leikatriði. Gylfi tók hornspyrnu frá vinstri og sneri boltann inn á markteiginn. Kivrak kom út úr markinu, en missti af boltanum og Jón Daði var réttur maður á réttum stað og skallaði boltann í slá og inn. Frábær byrjun hjá þessum unga Selfyssingi sem skoraði þarna sitt fyrsta mark í fjórum landsleikjum. Leikurinn róaðist nokkuð eftir markið, en Íslendingar voru áfram sterkari aðilinn. Íslenska liðið fékk reyndar viðvörun á 27. mínútu þegar Selçuk Inan átti skot yfir eftir misheppnaða hreinsun frá Birki. Sóknir Íslands voru áfram hættulegar og á 32. mínútu varði Kivrak skot frá Kolbeini af stuttu færi eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar sem spilaði einn sinn besta landsleik. Hann og Ari náðu vel saman og voru duglegir að tvöfalda á Gökhan Gönül, hægri vængbakvörð Tyrkja, sem fékk litla hjálp í leiknum. Á 37. mínútu átti Ari svo frábæra fyrirgjöf frá vinstri eftir fallega íslenska sókn, en skalli Birkis á fjærstönginni fór í hliðarnetið. Þremur mínútur var Birkir aftur á ferðinni, en skot hans fór framhjá tyrneska markinu. Á 43. mínútu minnti Turan á sig þegar hann átti gott skot rétt fyrir utan vítateig sem Hannes Þór Halldórsson, sem hafði haft lítið að gera fram að því, sló yfir. Tyrkirnir komust betur inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks, en íslenska vörnin stóð fyrir sínu og kom í veg fyrir að gestirnir sköpuðu sér hættuleg færi. Staðan í hálfleik var 1-0, en Tyrkirnir komu nokkuð sterkir til leiks í síðari hálfleik. Íslenska vörnin var þó enn þétt fyrir, en íslensku varnarmennirnir höfðu sérstaklega góðar gætur á Turan sem sást lítið í leiknum. Á 54. mínútu átti Jón Daði skot framhjá í litlu jafnvægi eftir að Emil hafði komist upp að endamörkum og sent boltann út í teiginn. Á 59. mínútu fékk varnarmaðurinn Ömer Toprak að líta sitt annað gula spjald á fimm mínútum og skildi sína menn eftir einum færri í erfiðri stöðu. Gylfi tók aukaspyrnuna sem Toprak fékk á sig fyrir að handleika boltann. Hann sendi enn eina gullsendinguna inn á vítateiginn á Kolbeinn sem hristi sig lausan, en Kivrak varði skalla hans af stuttu færi frábærlega. Á 69. mínútu fékk Yilmaz, leikmaður Galatasary, besta færi Tyrkja. Boltinn barst til framherjans hægra megin í markteignum en hann hitti boltann illa og skot hans fór yfir íslenska markið. Síðan tóku dásamlegar mínútur við. Á 76. mínútu fékk Gylfi boltann frá varamanninum RúrikGíslason fyrir utan vítateiginn. Swansea-maðurinn fékk nægan tíma og þegar það gerist er mótherjanum oft vandi á höndum. Og sú varð raunin. Gylfi færði boltann yfir á vinstri fótinn og átti fallegt skot upp í markhornið. Kivrak hafði hönd á boltanum en það dugði ekki til og staðan var orðin 2-0. Og aðeins mínútu síðar var staðan orðin 3-0. Ari átti glæsilega 50-60 metra þversendingu á Kolbein sem var hægra megin við vítateig Tyrklands. Markahrókurinn lagði boltann fyrir og þrumaði honum svo í fjærhornið framhjá varnarlausum Kivrak. Þetta var 16. mark Kolbeins í 24 landsleikjum. Frábær tölfræði hjá frábærum framherja. Íslendingar héldu fengnum hlut eftir þessar ótrúlegu mínútur. Tyrkjunum tókst ekki að finna leiðir í gegnum íslensku vörnina sem skilaði góðu dagsverki í kvöld, líkt og allt liðið, frá fremsta til aftasta manns. Lokatölur 3-0, Íslandi í vil, en strákarnir gátu vart hugsað sér betri byrjun á undankeppninni.Gylfi: Gott að skora fyrsta markið „Þetta var fínn leikur. Við byrjuðum þetta vel og það var gott að skora fyrsta markið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 3-0 sigurinn á Tyrklandi í kvöld. Swansea-maðurinn sagðist hafa átt von á meiru frá tyrkneska liðinu í leiknum. „Ég bjóst við Tyrkjunum mun sterkari fram á við. Þeir sköpuðu sér mjög lítið og það hvernig við lögðum upp með að verjast þeim gekk upp. Við ætluðum að falla aðeins til baka og það gekk mjög vel. „Og eftir að við komumst í 2-0 þá fórum við Aron (Einar Gunnarsson) sjaldnar fram. Við vissum að leikurinn var svo gott sem unninn og þéttum okkur inni á miðjunni,“ sagði Gylfi sem hefur byrjað tímabilið frábærlega með Swansea. „Ég bæti mig með hverjum leiknum sem ég spila og ég nýt þess að spila fyrir aftan framherjann hjá Swansea. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins gegn Chelsea um hæstu helgi. „Já, þetta verður mjög spennandi. Það yrði gott að ná stigi í þeim leik. Við höfum farið vel af stað og viljum halda þessu góða gengi áfram.“Jón Daði: Ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik „Þetta var æðislegt og framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Það var frábært að byrja með svona sterkum sigri og gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem var nokkuð óvænt í byrjunarliði Íslands í kvöld. Selfyssingurinn þakkaði traustið með marki og frábærum leik. Hann sagði að það hefði ekki komið honum neitt sérstaklega á óvart að vera í byrjunarliðinu. „Nei, svo sem ekki. Mér finnst ég vera búinn að standa mig vel. Það hefði hins vegar ekki heldur komið á óvart ef einhver annar hefði byrjað inn á í staðinn fyrir mig - þetta er það sterkur hópur og flott lið. „Það var frábær tilfinning að skora og það er ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik,“ sagði Jón Daði sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar á 18. mínútu. En komu Tyrkirnir honum á óvart? „Já, kannski eilítið. Við bjuggumst við meiru af þeim, en við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Fara yfir taktík og hvernig við áttum að loka á þá og það gekk mjög vel,“ Jón Daði sem lék sinn fjórða landsleik í kvöld. Hann og Kolbeinn Sigþórsson, framherjar Íslands, voru mjög duglegir í leiknum og pressuðu tyrknesku varnarmennina stíft. En var það planið fyrir leikinn? „Já, bæði og. Við pössuðum okkur á að fara ekki fram úr okkur, loka hættulegum svæðum og það gekk mjög vel eftir,“ sagði Jón Daði að lokum. Aron Einar: Þetta er bara byrjunin„Hvað getur maður sagt. Þetta er glæsileg byrjun. Við ætluðum okkur sigur og markmiðin voru háleit. Við gerðum vel og vorum vel spilandi en þetta er bara byrjunin,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands. „Við erum ekki búnir að vinna neitt. Það er alveg klárt. Við þurfum að halda áfram og búa okkur undir næsta leik. „Frábært að byrja svona vel eins og við gerðum á móti Noregi. Þið sáuð samt hvað gerðist þá, töpuðum á Kýpur. Við erum einbeittir og það þarf allt að ganga upp ef við ætlum okkur eitthvað í þessari keppni,“ sagði Aron Einar og greinilegt að landsliðsfyrirliðinn vill læra af fyrri mistökum „Varnarleikurinn okkar var frábær. Við vorum mjög traustir. Jón Daði (Böðvarsson) kemur inn í byrjunarliðið og er frábær. Þvílíkur styrkur þarna uppi. „Gylfi (Sigurðsson) er eins og hann er. Það er glæsilegt hvernig hann hefur byrjað tímabilið og hann skilar því inn í landsliðið. Þetta var er bara jákvætt. „Við berum mikla virðingu fyrir Tyrkjum og þeir eru mjög sterkir en þetta var taktískur sigur hjá okkur líka. „Svo missa þeir mann af leikvelli og við nýttum okkur okkar sóknir og gerðum virkilega vel. Við getum verið stoltir og stuðningurinn hér í kvöld, ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Aron Einar. Kolbeinn: Frábært að setja hann„Þetta var ansi gott verð ég að segja. 3-0 á móti Tyrkjum er eitthvað sem við erum ekki vanir. Þetta var frábær leikur hjá öllu liðinu. Allt liðið átti stórleik,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. „Við verðum að reyna að spila svona í hverjum einasta leik. Ég held að við höfum spilað einn besta leik Íslands frá upphafi. Við spiluðum vel í nánast allar 90 mínúturnar. Við fengum mörg færi og lentum ekki í miklum vandræðum í vörninni. Þeir fengu kannski eitt eða tvö góð færi. „Við stjórnuðum leiknum og hefðum þess vegna getað unnið stærri sigur. Mér fannst ekki mikil hætta. Skipulagið var frábært og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Þjálfarateymi undirbjó okkur vel,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn skoraði þriðja mark Íslands skömmu eftir að Gylfi Sigurðsson kom Íslandi í 2-0 en Kolbeinn fylgdi marki Gylfa eftir og tryggði að boltinn var kominn yfir línuna áður en hann skoraði svo glæsilegt mark sjálfur með frábærri afgreiðslu. „Ég var ákveðinn í að fylgja boltanum eftir því ef markmaðurinn hefði farið á eftir boltanum hefði hann náð honum. Svo er frábært að ná að setja hann í kjölfarið,“ sagði Kolbeinn sem skoraði þar 16 landsliðsmark sitt í 24 leikjum. „Þetta er eitthvað sem ég leitast að í hverjum leik, að skora og að vera með þetta flotta tölfræði fyrir Ísland er alltaf skemmtilegt að horfa á.“ Kolbeinn lék í fyrsta sinn í fremstu víglínu Íslands með Jón Daða Böðvarsson sér við hlið. Jón Daði skoraði sjálfur í leiknum og er ekki hægt að biðja um meira frá framherjaparinu. „Hann kom vel inn í þetta. Hann varðist vel og sóknarlega hélt hann boltanum. Það er frábært að spila með honum. Ég hef ekki séð mikið af honum spila og hann hefur komið á óvar á æfingum og hann nýtti tækifærið fullkomlega held ég,“ sagði Kolbeinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gott að skora fyrsta markið Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sáttur eftir sigurinn örugga á Tyrkjum í kvöld. 9. september 2014 21:36 Heimir: Frekar þægilegt, þó það sé fáránlegt að segja það Landsliðsþjálfarinn var sigurreifur eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í fyrsta leik undankeppni EM 2016. 9. september 2014 21:49 Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Theodór Elmar: "Ég var með stöðuga gæsahúð síðustu fimmtán mínúturnar“ "Þetta kvöld er á toppnum eins og er og verður seint toppað,“ 9. september 2014 21:33 Hannes Þór: Þetta var langþráður sigur "Við gáfum þeim aldrei séns og keyrðum yfir þá,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands. 9. september 2014 21:42 Jón Daði: Ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Íslands hönd gegn Tyrklandi í kvöld. Selfyssingurinn átti frábæran leik og skoraði fyrsta mark Íslands. 9. september 2014 21:54 Sögustundin: Ísland - Tyrkland Ísland og Tyrkland mætast í áttunda sinn á knattspyrnuvellinum í kvöld í undankeppni EM 2016. 9. september 2014 15:45 Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila „Ég fatta aldrei að láta mig falla,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Tyrkjum. 9. september 2014 21:25 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Gylfi: Gott að skora fyrsta markið Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sáttur eftir sigurinn örugga á Tyrkjum í kvöld. 9. september 2014 21:36
Heimir: Frekar þægilegt, þó það sé fáránlegt að segja það Landsliðsþjálfarinn var sigurreifur eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í fyrsta leik undankeppni EM 2016. 9. september 2014 21:49
Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30
Theodór Elmar: "Ég var með stöðuga gæsahúð síðustu fimmtán mínúturnar“ "Þetta kvöld er á toppnum eins og er og verður seint toppað,“ 9. september 2014 21:33
Hannes Þór: Þetta var langþráður sigur "Við gáfum þeim aldrei séns og keyrðum yfir þá,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands. 9. september 2014 21:42
Jón Daði: Ólýsanlegt að skora í sínum fyrsta keppnisleik Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir Íslands hönd gegn Tyrklandi í kvöld. Selfyssingurinn átti frábæran leik og skoraði fyrsta mark Íslands. 9. september 2014 21:54
Sögustundin: Ísland - Tyrkland Ísland og Tyrkland mætast í áttunda sinn á knattspyrnuvellinum í kvöld í undankeppni EM 2016. 9. september 2014 15:45
Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila „Ég fatta aldrei að láta mig falla,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Tyrkjum. 9. september 2014 21:25