Fótbolti

Costa missir af leiknum gegn Makedóniu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Costa í leiknum gegn Frakklandi í síðustu viku.
Costa í leiknum gegn Frakklandi í síðustu viku. Vísir/AFP
Framherjinn Diego Costa verður ekki með spænska landsliðinu gegn því makedónska í undankeppni EM 2016 í dag vegna meiðsla.

Costa, sem gekk í raðir Chelsea frá Spánarmeisturum Atletico Madrid í sumar, meiddist á hásin í vináttulandsleik Spánverja og Frakka á fimmtudaginn og fór af þeim sökum af velli á 67. mínútu. Frakkar unnu leikinn 1-0 með marki Loics Remy, samherja Costa hjá Chelsea.

Munir El Haddadi, ungstirnið frá Barcelona, tekur sæti Costa í spænska hópnum.

Spánverjar eru í C-riðli undankeppninnar með Makedóníu, Úkraínu, Slóvakíu, Lúxemborg og Hvíta-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×