Hjólareinar stytta ferðatíma í bandarískum borgum Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 11:18 Góð reynsla er af sérstökum hjólareinum í bandarískum borgum. Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Ólíkt því sem margir héldu hefur ferðatími fólks í þeim bandarísku borgum sem tekið hafa upp sérstakar reinar fyrir hjólafólk styst en ekki lengst. Í New York hefur 50 kílómetrum af sérstökum reinum fyrir hjólafólk verið bætt í umferðakerfi borgarinnar og svo til allsstaðar hefur það orðið til þess að fólk kemst hraðar á milli staða og á það bæði við umferð fólks á bílum og hjólum. Í flestum tilfellum hefur þessum sérstöku hjólareinum verið breytt frá akreinum og með því þrengt að þeim sem kjósa að komast á milli staða á bíl, en fjölgun hjólafólks hefur minnkað svo umferð akandi fólks að það kemst eftir breytinguna hraðar á milli staða. Dæmi eru um að ferðatíminn hafi styst um 35% og víðast hvar er um styttingu ferðatíma að ræða þó svo dæmi séu einnig um að ferðatíminn hafi staðið í stað. Hvergi hefur hann þó aukist. Slysum hjólreiðafólks hefur á sama tíma fækkað þrátt fyrir að hjólaumferð hafi aukist um 160% og er því þakkað að hjólafólk er nú mun sýnilegra en áður.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent