Tesla reisir risarafhlöðuverksmiðju í Nevada Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2014 10:33 Teikning af risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada sem veita mun 6.500 manns störf. Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla greindi fyrir nokkru frá áformum sínum að reisa risarafhlöðuverksmiðju sem kosta mun 5 milljarða dollara að reisa. Nokkur ríki Bandaríkjanna kepptu um að fá þessa verksmiðju reista í sínu ríki og tók Tesla þá ákvörðun í síðustu viku að reisa verksmiðjuna í Nevada. Tesla fær 1,2 milljarða dollara fyrirgreiðslu frá Nevada til næstu 20 ára í formi skattaafslátta. Tesla reisir þessa verksmiðju í samstarfi við Panasonic sem útvega mun lithium-ion sellurnar í rafhlöðurnar. Tilkoma þessarar risaverksmiðju gerir Tesla kleift að lækka mjög kostnað við framleiðslu þessara rafhlaða og gera bíla Tesla samkeppnishæfari við bíla sem eru með hefðbundnar brunavélar. Framleiðsla á nýjum bíl Tesla, Model 3, veltur mjög á þessari verksmiðju en sá bíll á að verða talsvert ódýrari en núverandi Model S bíll og væntanlegum Model X, fjórhjóladrifnum bíl frá rafbílaframleiðandanum sem kemur á markað seinna á þessu ári. Risarafhlöðuverksmiðjan í Nevada mun á endanum skapa störf fyrir 6.500 manns.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent