Golf

Rory fjórpúttaði á sömu holunni tvo daga í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rory þurfti að sætta sig við 8. sætið í gær.
Rory þurfti að sætta sig við 8. sætið í gær. Vísir/Getty
Rory McIlroy virðist vera kominn á jörðina á ný eftir stórkostlega frammistöður undanfarna mánuði en norður-írski kylfingurinn lenti í 8. sæti á BMW meistaramótinu í gær.

Árið hefur verið stórkostlegt hjá Rory sem vann Opna breska Meistaramótið, PGA Meistaramótið og Bridgestone mótið á einum mánuði.

Rory átti fínt innáhögg á 12. holunni í gær sem er par 3 hola en hann lenti í miklum vandræðum á flötinni. Neyddist hann til þess að fjórpútta þrátt fyrir að hafa aðeins verið í rúmlega fimm metra fjarlægð frá holunni eftir upphafshöggið.

Vekur það mikla athygli þegar einn besti kylfingur heims fjórpúttar en það sem gerir þetta enn furðulegra er að þetta var annan daginn í röð sem Rory fjórpúttaði á þessari sömu flöt en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Billy Horschel stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari en hann endaði á fjórtán höggum undir pari á mótinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×