Undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi árið 2016 hefst í dag með átta leikjum. Fjórir þeirra verða sýndir á Sportrásum Stöðvar 2 Sport.
Í D-riðli eru þrír leikir. Georgía og Írland mætast, Pólland sækir Gíbraltar heim og stærsti leikur dagsins í D-riðli er leikur heimsmeistara Þýskalands og Skotland í Þýskalandi.
Í F-riðli eru einnig þrír leikir. Ungverjaland fær Norður-Írland í heimsókn, frændur okkar í Færejyum mæta Finnlandi og Grikkland og Rúmenía mætast.
Í I-riðli eru svo tveir leikir. Danmörk mætir Armeníu á Parken og Portúgal mætir Albaníu, en Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Portúgals.
Leikir dagsins:
16:00 Georgía - Írland
16.00 Ungverjaland - Norður Írland
16:00 Denmark - Armenía (Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD)
18:45 Þýskaland - Skotland (Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD)
18:45 Gíbraltar - Pólland
18:45 Færeyjar - Finnland
18:45 Grikklandi - Rúmenía
18:45 Portúgal - Albanía (Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD)
Undankeppni EM hefst í dag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
