Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 12:54 Aron Einar Gunnarsson ásamt landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í Laugardalnum í hádeginu. vísir/anton Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35