Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines hefur verið harðlega gagnrýnt og orðið fyrir spotti á samfélagsmiðlum vegna nýrrar auglýsingaherferðar sinnar í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Í herferðinni er fólk hvatt til að búa til lista yfir alla þá hluti sem það vill gera áður en það fer yfir móðuna miklu.
Auglýsingin þykir í meira lagi óheppileg þar sem samtals 537 hafa látið lífið í tveimur atvikum sem tengjast flugfélaginu á þessu ári – annars vegar þegar MH370 hvarf af ratsjám í Indlandshafi í mars og hins vegar þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí.
Flugfélagið vinnur nú hörðum höndum bæta ímynd sína en farþegum hefur fækkað gríðarlega síðustu mánuði. Í frétt Sydney Morning Herald segir að herferðin hafi gengið út á að fólk sendi inn lista yfir þá hluti sem það vill gera áður en það deyr og gæti þá unnið flugferð með flugfélaginu eða þá spjaldtölvu.
Í kjölfar gagnrýninnar var ákveðið að breyta nafni herferðarinnar þar sem vísunin í dauðann var fjarlægð og hafa talsmenn flugfélagsins sagt að ekki hafi verið ætlunin að vekja upp slæmar minningar hjá þeim sem misstu vini og vandamenn sem voru í vélunum tveimur.
Gagnrýnt fyrir ósmekklega auglýsingaherferð
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

