Umfjöllun, myndir og viðtöl: KV - ÍA 0-2 | ÍA komið upp í Pepsi-deildina á ný Anton Ingi Leifsson í Laugardalnum skrifar 4. september 2014 15:38 Leikmenn ÍA fagna marki í kvöld vísir/Valli ÍA tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld með öruggum og þægilegum sigri á KV á Gervigrasvellinum í Laugardal. Lokatölur urðu 0-2 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af leiknum en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var nánast eign Skagamanna frá fyrstu mínútu en þeir voru sífellt ógnandi með sínum frábæru sóknarmönnum; Garðari Gunnlaugssyni og Hirti Hjartarsyni. Sigurinn var síst of stór, en gestirnir unnu fyrri leikinn uppá Skipaskaga. Það hefur líklega mótiverað lærisveina Gunnlaugs Jónassonar, þjálfara ÍA sem og að Pepsi-deildar sæti var í boði. Það var ekki mikið fjör í leiknum tli að byrja með, en fljótlega tóku gestirnir völdin og fyrsta markið kom eftir 34. mínútur. Þar var aukaspyrnusérfræðingurinn Jón Vilhelm Ákason að verki, en hann skoraði frábært mark úr aukaspyrnu. Smá uppgjöf virtist koma í Vesturbæjarliðið því næsta mark kom tveimur mínútum síðar. Þá skoraði Garðar Bergmann Gunnlaugsson sitt átjánda mark í sumar eftir góða fyrirgjöf frá Darren Lough. 0-2 fyrir Skagamenn í hálfleik og þeir voru heldur betur kátir Skagamennirnir í stúkunni sem voru mættir. Í síðari hálfleik var sigurinn aldrei spurning þó að Vesturbæjarliðið hafi átt nokkur ágæt færi. Skagamenn gáfu þó engin mjög opin færi á sér og sigldu Pepsi-deildar sætinu heim. Með sigrinum hefur ÍA tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á næsta ári. Liðið kemur því aftur í Pepsi-deildina eftir eitt ár í fyrstu deildinni, en svona stórt og sögufrægt lið á heima í efstu deild. Það verður líklega eitthvað fagnað á Skaganum næstu vikur. KV er hins vegar nánast fallið úr deildinni, en liðið er í ellefta sæti. Liðið er sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í tíunda sæti sem á leik inni og KV er með öllu verri markatölu.Garðar fagnar marki sínu.Vísir/ValgarðurGunnlaugur Jónsson: Maður veit aldrei með Hjört „Þetta er stórkostleg tilfinning sérstaklega með klúbbnum sem spilaði megnið af ferlinum með," „Við lögðum þessi markmið upp síðasta haust þegar ég tók við og það er frábært að ná þessum markmiðum." „Það voru ýmsar raddir uppi að þetta lið væri brotið og þessi kjarni sem fór niður með liðið væri ekki nægilega góður til að fara upp. Strákarnir hafa sýnt það í sumar að við erum með frábært liðið og erum vel að þessu komnir." „Við settum þetta stóra markmið á laggirnar og unnum leynt og ljóst að því að búa til liðsheild sem gæti komið liðinu upp. Það tókst," sem efaðist um að Hjörtur myndi spila með ÍA á næstu leiktíð. „Ég efast um það, en maður veit aldrei með hann. Hann er einn af þessum af þessum leikmönnum á Íslandi sem á níu lífi, en við verðum að bíða og láta hann svara því," sagði Gunnlaugur kampakátur í leikslok.Hjörtur útilokar ekki að leika einn leik með ÍA næsta sumar til þess að leika leik númer 100 í úrvalsdeildinni fyrir félagið.Vísir/ValgarðurHjörtur: Vantar einn úrvalsdeildarleik með ÍA í viðbót „Þetta er alltaf skemmtilegt," sagði Hjörtur Hjartason, framherji ÍA, í leikslok. Hjörtur hefur verið iðinn við að fara upp með liðum sínum úr fyrstu deild í efstu deild síðustu ár. „Það er aðeins öðruvísi að þetta sé með ÍA og öðruvísi tilfinning þó að þetta hafi verið mjög gaman með Víkingi, Þrótti og Selfossi. Þetta með Selfoss var kannski það óvæntasta af þessu öllu saman og þetta var alveg dásamlegt." „Þetta er búið að vera upp og niður hjá okkur í sumar. Við erum búnir að tapa sex til sjö leikjum í sumar og ekki gera neitt jafntefli. Síðustu 5-6 leikir hafa verið góðir fyrir utan tapið gegn HK." „Við ætluðum alltaf að fara upp, en vissum að þessi deild væri erfið. Nú er bara stefnan á að ná toppsætinu af Leiknismönnum," sem útskýrði næst hvernig hann fór að klikka dauðafærinu í síðari hálfleik. „Ég var kominn framhjá Atla í markinu, en ég náði ekki að sóla þann sem var mættur. Ég er orðinn svo gamall að ég hafði ekki kraft í það að reyna sóla hann, þannig ég reyndi bara að sparka framhjá honum. Ég á eftir að hugsa þetta í kvöld þegar ég fer að sofa," sem er ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi næsta sumar. „Ég reikna ekki með að taka slaginn næsta sumar, en ég er ekki með neinar yfirlýsingar að ég sé hættur. Mig langar til að hjálpa ÍA eitthvernveginn á næsta tímabili og ég þarf að setjast niður með Jóni og Gulla og ræða það." „Ég er kominn með 99 úrvalsdeildarleiki fyrir ÍA og mig vantar einn í viðbót. Það er spurning hvort ég semji við Gulla um að koma inná í einum næsta sumar," sagði Hjörtur og hló.Leikmenn ÍA fagna marki Garðars.Vísir/ValgarðurÁrmann Smári: Reikna með að spila með ÍA á næsta ári „Þetta er mjög ljúft. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, í leikslok. „Ég held að liðsheildin hafi gert gæfumuninn í sumar. Mannskapurinn var vel blandaður; nokkrir ungir og svo við þessir reynslumiklu inn á milli. Það kom okkur upp í efstu deild." „Auðvitað voru fullt af leikmönnum brotnir og í rusli eftir síðasta tímabil, en þá var það kannski ennþá sætara að þjappa okkur saman og komið okkur upp aftur." „Ég reikna með því," sagði Ármann að lokum aðspurður hvort hann væri að fara spila í Pepsi-deildinni með ÍA á næsta ári.Páll sá ekki mikinn klassamun á liðunum.Vísir/ValgarðurPáll Kristjánsson: Kannski betri dómarar í annari deild „Mér fannst við spila ágætlega, en við fengum á okkur mark eftir ódýra aukaspyrnu og svo missa menn hausinn," sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, í leikslok. „Mér fannst við ekkert síðri í leiknum og ótrúlegt að við skulum ekki hafa skorað mörk í seinni hálfleik." „Mér fannst ekki svakalegur klassamunur á liðunum í dag, ef ég á að vera heiðarlegur. Við unnum þá í fyrri leiknum, en þetta fellur með þeim en ekki okkur." „Við erum ekki fallnir tölfræðilega, en ef maður er ekki blindur og raunsær þá erum við langleiðina fallnir. Það getur þó allt gerst." „Við öndum rólega og ef við förum niður í aðra deild þá er það kannski bara ágætt. Það eru kannski betri dómarar þar," sagði Páll og glotti. „Það kemur ár eftir þetta ár og við höfum fallið áður. Það kemur dagur eftir þennan dag," sagði Páll við Vísi í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
ÍA tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í kvöld með öruggum og þægilegum sigri á KV á Gervigrasvellinum í Laugardal. Lokatölur urðu 0-2 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af leiknum en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var nánast eign Skagamanna frá fyrstu mínútu en þeir voru sífellt ógnandi með sínum frábæru sóknarmönnum; Garðari Gunnlaugssyni og Hirti Hjartarsyni. Sigurinn var síst of stór, en gestirnir unnu fyrri leikinn uppá Skipaskaga. Það hefur líklega mótiverað lærisveina Gunnlaugs Jónassonar, þjálfara ÍA sem og að Pepsi-deildar sæti var í boði. Það var ekki mikið fjör í leiknum tli að byrja með, en fljótlega tóku gestirnir völdin og fyrsta markið kom eftir 34. mínútur. Þar var aukaspyrnusérfræðingurinn Jón Vilhelm Ákason að verki, en hann skoraði frábært mark úr aukaspyrnu. Smá uppgjöf virtist koma í Vesturbæjarliðið því næsta mark kom tveimur mínútum síðar. Þá skoraði Garðar Bergmann Gunnlaugsson sitt átjánda mark í sumar eftir góða fyrirgjöf frá Darren Lough. 0-2 fyrir Skagamenn í hálfleik og þeir voru heldur betur kátir Skagamennirnir í stúkunni sem voru mættir. Í síðari hálfleik var sigurinn aldrei spurning þó að Vesturbæjarliðið hafi átt nokkur ágæt færi. Skagamenn gáfu þó engin mjög opin færi á sér og sigldu Pepsi-deildar sætinu heim. Með sigrinum hefur ÍA tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á næsta ári. Liðið kemur því aftur í Pepsi-deildina eftir eitt ár í fyrstu deildinni, en svona stórt og sögufrægt lið á heima í efstu deild. Það verður líklega eitthvað fagnað á Skaganum næstu vikur. KV er hins vegar nánast fallið úr deildinni, en liðið er í ellefta sæti. Liðið er sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í tíunda sæti sem á leik inni og KV er með öllu verri markatölu.Garðar fagnar marki sínu.Vísir/ValgarðurGunnlaugur Jónsson: Maður veit aldrei með Hjört „Þetta er stórkostleg tilfinning sérstaklega með klúbbnum sem spilaði megnið af ferlinum með," „Við lögðum þessi markmið upp síðasta haust þegar ég tók við og það er frábært að ná þessum markmiðum." „Það voru ýmsar raddir uppi að þetta lið væri brotið og þessi kjarni sem fór niður með liðið væri ekki nægilega góður til að fara upp. Strákarnir hafa sýnt það í sumar að við erum með frábært liðið og erum vel að þessu komnir." „Við settum þetta stóra markmið á laggirnar og unnum leynt og ljóst að því að búa til liðsheild sem gæti komið liðinu upp. Það tókst," sem efaðist um að Hjörtur myndi spila með ÍA á næstu leiktíð. „Ég efast um það, en maður veit aldrei með hann. Hann er einn af þessum af þessum leikmönnum á Íslandi sem á níu lífi, en við verðum að bíða og láta hann svara því," sagði Gunnlaugur kampakátur í leikslok.Hjörtur útilokar ekki að leika einn leik með ÍA næsta sumar til þess að leika leik númer 100 í úrvalsdeildinni fyrir félagið.Vísir/ValgarðurHjörtur: Vantar einn úrvalsdeildarleik með ÍA í viðbót „Þetta er alltaf skemmtilegt," sagði Hjörtur Hjartason, framherji ÍA, í leikslok. Hjörtur hefur verið iðinn við að fara upp með liðum sínum úr fyrstu deild í efstu deild síðustu ár. „Það er aðeins öðruvísi að þetta sé með ÍA og öðruvísi tilfinning þó að þetta hafi verið mjög gaman með Víkingi, Þrótti og Selfossi. Þetta með Selfoss var kannski það óvæntasta af þessu öllu saman og þetta var alveg dásamlegt." „Þetta er búið að vera upp og niður hjá okkur í sumar. Við erum búnir að tapa sex til sjö leikjum í sumar og ekki gera neitt jafntefli. Síðustu 5-6 leikir hafa verið góðir fyrir utan tapið gegn HK." „Við ætluðum alltaf að fara upp, en vissum að þessi deild væri erfið. Nú er bara stefnan á að ná toppsætinu af Leiknismönnum," sem útskýrði næst hvernig hann fór að klikka dauðafærinu í síðari hálfleik. „Ég var kominn framhjá Atla í markinu, en ég náði ekki að sóla þann sem var mættur. Ég er orðinn svo gamall að ég hafði ekki kraft í það að reyna sóla hann, þannig ég reyndi bara að sparka framhjá honum. Ég á eftir að hugsa þetta í kvöld þegar ég fer að sofa," sem er ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi næsta sumar. „Ég reikna ekki með að taka slaginn næsta sumar, en ég er ekki með neinar yfirlýsingar að ég sé hættur. Mig langar til að hjálpa ÍA eitthvernveginn á næsta tímabili og ég þarf að setjast niður með Jóni og Gulla og ræða það." „Ég er kominn með 99 úrvalsdeildarleiki fyrir ÍA og mig vantar einn í viðbót. Það er spurning hvort ég semji við Gulla um að koma inná í einum næsta sumar," sagði Hjörtur og hló.Leikmenn ÍA fagna marki Garðars.Vísir/ValgarðurÁrmann Smári: Reikna með að spila með ÍA á næsta ári „Þetta er mjög ljúft. Það er ekki hægt að segja neitt annað," sagði Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, í leikslok. „Ég held að liðsheildin hafi gert gæfumuninn í sumar. Mannskapurinn var vel blandaður; nokkrir ungir og svo við þessir reynslumiklu inn á milli. Það kom okkur upp í efstu deild." „Auðvitað voru fullt af leikmönnum brotnir og í rusli eftir síðasta tímabil, en þá var það kannski ennþá sætara að þjappa okkur saman og komið okkur upp aftur." „Ég reikna með því," sagði Ármann að lokum aðspurður hvort hann væri að fara spila í Pepsi-deildinni með ÍA á næsta ári.Páll sá ekki mikinn klassamun á liðunum.Vísir/ValgarðurPáll Kristjánsson: Kannski betri dómarar í annari deild „Mér fannst við spila ágætlega, en við fengum á okkur mark eftir ódýra aukaspyrnu og svo missa menn hausinn," sagði Páll Kristjánsson, þjálfari KV, í leikslok. „Mér fannst við ekkert síðri í leiknum og ótrúlegt að við skulum ekki hafa skorað mörk í seinni hálfleik." „Mér fannst ekki svakalegur klassamunur á liðunum í dag, ef ég á að vera heiðarlegur. Við unnum þá í fyrri leiknum, en þetta fellur með þeim en ekki okkur." „Við erum ekki fallnir tölfræðilega, en ef maður er ekki blindur og raunsær þá erum við langleiðina fallnir. Það getur þó allt gerst." „Við öndum rólega og ef við förum niður í aðra deild þá er það kannski bara ágætt. Það eru kannski betri dómarar þar," sagði Páll og glotti. „Það kemur ár eftir þetta ár og við höfum fallið áður. Það kemur dagur eftir þennan dag," sagði Páll við Vísi í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti