Golf

Ísland í 33. sæti eftir fyrsta keppnisdag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn lék á 74 höggum.
Ólafía Þórunn lék á 74 höggum. Vísir/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í golfi er í 33. sæti eftir fyrsta keppnisdag af fjórum á heimsmeistaramóti áhugamanna í Japan.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék á 74 höggum (+2) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, og Sunna Víðisdóttir, GR, léku báðar á 75 höggum (+3). Tvö bestu skorin á hverjum hring telja.

Ísland er samtals á fimm höggum yfir pari og situr, sem áður segir, í 33. sæti af 50 liðum. Kanada vermir toppsætið (-9), en þar á eftir koma Suður-Kórea (-7) og Frakkland (-4).

Ólafía er í 50. sæti í einstaklingskeppninni, en Sunna og Guðrún Brá í 65. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×