Erlent

Mótfallinn auknum hernaði í Úkraínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóri SÞ
Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóri SÞ Vísir/Getty
Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varar vesturveldin við því að átökin í Úkraínu verði leyst með frekari hernaðaraðgerðum. Stjórnvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um að efna til allsherjar stríðs. Guardian greinir frá.

Úkraínska ríkisstjórnin hefur óskað eftir frekari hjálp frá NATO þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt í sig veðrið á síðustu dögum. NATO býr sig því undir að auka vígbúnað í austur-Evrópu en Ban-Ki Moon er þeirrar skoðunar að forðast eigi meiri átök þar sem ástandið á svæðinu sé nú þegar mjög óstöðugt. Hann brýnir fyrir Evrópusambandinu og Bandaríkjunum að leggja frekar áherslu á pólitískar viðræður deiluaðila í stað hernaðar.

Ban-Ki Moon tjáði sig við fjölmiðla í morgun í kjölfar viðræðna sem fram fóru í Hvíta-Rússlandi í gær á milli aðskilnaðarsinna og rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Næstu viðræður deiluaðila eru áætlaðar á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Pútín hvetur til friðarviðræðna

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt stjórnvöld í Úkraínu til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn á ástandinu í austurhluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×