Chris Kirk sigraði á Deutsche Bank Championship 1. september 2014 23:03 Kirk fagnar sigrinum í kvöld. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sigraði á Deutsche Bank Championship mótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans þriðji á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á 15 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Geoff Ogilvy, Billy Horschel og Russell Henley sem deildu öðru sætinu á 13 höggum undir pari. „Ég er í hálfgerðu sjokki með þennan sigur,“ sagði Kirk sem tók forystuna snemma á lokahringnum í kvöld og lét hana ekki af hendi eftir það. „Þetta er stærsti titill ferils míns og mér finnst frábært að hafa spilað jafn vel og ég gerði undir mikilli pressu. Það var líka góð stemning hérna í Boston alla helgina og það hjálpaði til.“Rory McIlroy endaði jafn í fimmta sæti á 11 höggum undir pari en hann komst aldrei á flug á lokahringnum. Með sigrinum tekur Kirk forystu í Fed-Ex bikarnum en í næsta móti, BMW meistaramótinu, hafa aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni þátttökurétt. Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sigraði á Deutsche Bank Championship mótinu sem kláraðist í kvöld en sigurinn er hans þriðji á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á 15 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Geoff Ogilvy, Billy Horschel og Russell Henley sem deildu öðru sætinu á 13 höggum undir pari. „Ég er í hálfgerðu sjokki með þennan sigur,“ sagði Kirk sem tók forystuna snemma á lokahringnum í kvöld og lét hana ekki af hendi eftir það. „Þetta er stærsti titill ferils míns og mér finnst frábært að hafa spilað jafn vel og ég gerði undir mikilli pressu. Það var líka góð stemning hérna í Boston alla helgina og það hjálpaði til.“Rory McIlroy endaði jafn í fimmta sæti á 11 höggum undir pari en hann komst aldrei á flug á lokahringnum. Með sigrinum tekur Kirk forystu í Fed-Ex bikarnum en í næsta móti, BMW meistaramótinu, hafa aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni þátttökurétt.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira