Íslenski boltinn

Kjartan til Horsens

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Henry er farinn til Danmerkur.
Kjartan Henry er farinn til Danmerkur. Vísir/Daníel
Kjartan Henry Finnbogason er genginn í raðir danska 1. deildarliðsins AC Horsens frá bikarmeisturum KR. Kjartan skrifaði undir samning sem gildir fram á sumarið 2016.

Þjálfari Horsens er Bo Henriksen sem lék á sínum tíma með Val, Fram og ÍBV hér á landi.

Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem Kjartan leikur erlendis. Hann gekk ungur til liðs við Celtic, en náði aldrei að spila leik fyrir skoska stórveldið.

Hann var tvívegis lánaður frá Celtic; annars vegar til Queen's Park og hins vegar Åtvidabergs FF. Kjartan hefur einnig leikið með norska liðinu Sandefjord og Falkirk í Skotlandi.

Kjartan lék sinn 200. leik fyrir KR gegn Stjörnunni í gær. Hann hefur skorað 93 mörk

fyrir Vesturbæjarliðið í þessum 200 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×