Fótbolti

Litla baunin til Evrópumeistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Javier Hernandez í leik gegn Real Madrid á undirbúningstímabilinu.
Javier Hernandez í leik gegn Real Madrid á undirbúningstímabilinu. Vísir/Getty
Evrópumeistarar Real Madrid hafa fengið mexíkóska framherjann Javier „Chicharito“ Hernandez á eins árs lánssamningi frá Manchester United. Real Madrid á svo forkaupsrétt á leikmanninum næsta sumar.

Hernandez stóðst læknisskoðun hjá spænska stórveldinu í morgun, en hann verður kynntur til leiks á Santiago Bernabeu síðar í dag.

Hernandez, sem kom til Manchester United frá Guadalajara sumarið 2010, hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu í allt sumar, en Juventus og Valencia voru meðal liða sem renndu hýru auga til framherjans.

Hernandez, sem hefur skorað 36 mörk í 66 landsleikjum fyrir Mexíkó, byrjaði aðeins fjóra deildarleiki á síðustu leiktíð, en hann var kominn aftarlega í goggunarröðina á Old Trafford.

Hernandez er þriðji Mexíkóinn sem spilar fyrir Real Madrid, á eftir Jose Luis Borbolla og Hugo Sanchez, en sá síðarnefndi er sjötti markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.










Tengdar fréttir

Tiltektin hafin hjá van Gaal

Louis van Gaal hefur tilkynnt nokkrum leikmönnum Manchester United að þeir eigi sér ekki framtíð hjá félaginu.

Hernandez orðaður við Real Madrid

Samkvæmt heimildum SkySports hafa Manchester United og Real Madrid komist að samkomulagi um að Real Madrid fái Javier Hernandez á láni út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×