Harleyinn hans Peter Fonda úr Easy Rider til sölu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 15:11 Hjólið góða úr Easy Rider myndinni. Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Fá mótorhjól eru frægari en þessi Harley Davidson úr kvikmyndinni Easy Rider frá árinu 1969. Það var Peter Fonda sem ók um á þessum fák, en aðrir þekktir leikarar í þessari mynd voru Dennis Hopper og Jack Nicholson. Hjólið fræga verður boðið upp í Kaliforníu á næstunni og búist er við því að 1,2 milljónir dollara fáist fyrir það, eða hátt í 150 milljónir króna. Útliti hjólsins er að mestu frá Peter Fonda sjálfum komið, hann vildi hafa þetta heljarlanga stýri, mála bensíntankinn í fánalitunum bandarísku og heilmikið króm. Smíðuð voru fjögur svona hjól fyrir myndina, en þremur þeirra var stolið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Eftir að tökur á myndinni voru afstaðnar afhenti Peter Fonda þeim sem viðhaldið hafði því meðan á tökum stóð, Dan nokkrum Haggerty. Hann átti það heillengi og hélt því vel við en á endanum fékk það pláss á Motorcycle Museum í Iowa fylki. Það var svo Michael Eisenberg sem keypti hjólið og hefur nú ákveðið að selja það hæstbjóðanda.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent