Gísli vann Duke of York-mótið 18. september 2014 14:00 Gísli Sveinbergsson brosir í dag enda náði hann stórkostlegum árangri. mynd/gsí Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar. Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn bráðefnilegi kylfingur, Gísli Sveinbergsson, gerði sér lítið fyrir og vann hið fræga Duke of York-mót sem fram fór á Royal Aberdeen í Skotlandi. Þetta er gríðarlega öflugt ungmennamót þar sem aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna fá að taka þátt. Aðeins voru leiknir tveir hringir á mótinu þar sem fresta þurfti leik eftir nokkrar holur í gær vegna þoku. Upphaflega átti að leika þrjá hringi. Gísli var með tveggja högga forskot eftir daginn í gær og taugarnar brugðust honum ekki í dag. Hann vann að lokum með fjögurra högga mun eftir að hafa komið í hús á 68 höggum. Hann spilaði á 67 höggum fyrri hringinn. Ragnhildur Kristinsdóttir tók einnig þátt á mótinu og hafnaði í 35. sæti ásamt öðrum. Hún lék á 81 og 75 höggum. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur þetta mót. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann árið 2010 og Ragnar Garðarsson lék þann leik eftir tveimur árum síðar.
Golf Tengdar fréttir Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36 Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gísli áfram í forystu í Aberdeen Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. 17. september 2014 15:36
Gísli efstur eftir fyrsta hring í Skotlandi Keilismaðurinn efnilegi í forystunni á virtasta ungmennamóti Evrópu. 16. september 2014 16:29