Sala rafmagsbíla og jepplinga eykst mest í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 11:35 Mesta aukning varð í sölu rafmagnsbíla, eins og þessa BMW i3 bíls. Sala bíla í Evrópu hefur aukist um 6% það sem af er ári en miklar breytingar hafa orðið á því hvaða gerðir bíla Evrópumenn velja sér. Sem dæmi jókst sala rafmagnsbíla um 91% á fyrri helmingi ársins og sala jepplinga um 89%. Sala lúxusbíla gengur einnig vel og í flokkunum lúxusbílar með coupe-lagi og mjög dýrir lúxusbílar hefur orðið 34% aukning í sölu. Í flokki lúxusjeppa varð 15% aukning og í flokki lúxusjepplinga varð 9% aukning. Mesta minnkun hefur orðið í flokkunum ódýrari bílar með coupe-lagi (26%), blæjubílar (12%) og smærri fjölnotabílar (9%). Sjá má alla flokka bíla og hvernig þeim hefur farnast í samanburði við sölu síðasta árs hér að neðan. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Sala bíla í Evrópu hefur aukist um 6% það sem af er ári en miklar breytingar hafa orðið á því hvaða gerðir bíla Evrópumenn velja sér. Sem dæmi jókst sala rafmagnsbíla um 91% á fyrri helmingi ársins og sala jepplinga um 89%. Sala lúxusbíla gengur einnig vel og í flokkunum lúxusbílar með coupe-lagi og mjög dýrir lúxusbílar hefur orðið 34% aukning í sölu. Í flokki lúxusjeppa varð 15% aukning og í flokki lúxusjepplinga varð 9% aukning. Mesta minnkun hefur orðið í flokkunum ódýrari bílar með coupe-lagi (26%), blæjubílar (12%) og smærri fjölnotabílar (9%). Sjá má alla flokka bíla og hvernig þeim hefur farnast í samanburði við sölu síðasta árs hér að neðan.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent