Ofurútgáfa Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2014 16:37 Porsche Panamera Turbo S er með sömu 570 hestafla vél. Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Porsche ætlar að bjóða 100 eintök af stóra lúxusbílnum Panamera í sannkallaðri ofurútgáfu og munu bílarnir kosta um 250.000 dollara, eða um 30 milljónir króna. Þessir 100 bílar verða með öflugustu vél sem fæst hefur í Panamera, V8 og 4,8 lítra bensínvél sem orkar 570 hestöfl með sínar tvær forþjöppur. Það dugar þessum stóra bíl að komast á 100 km hraða á 3,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 309 km/klst. Bíllinn verður 15 cm lengri en hefðbundinn Panamera sem skapar aukið rými fyrir aftursætisfarþega. Að innan verður bíllinn troðinn öllum þeim lúxus sem sést hefur í Panamera og auk þess verður leðurinnrétting hans í mörgum litatónum. Af þeim 100 bílum sem framleiddir verða eru 30 þeirra ætlaðir á Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent