Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2014 10:39 Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. visur/gva „Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. Hann neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunnar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. „Við munum reyna á frávísun í dómssal eftir tvær vikur og getum þá tjáð okkur betur um kröfuna. Við viljum leyfa greinagerð okkar að tala sínu máli.“ Gísli vonar að frávísunarkrafan verði tekin til greina en hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ „Ég ætla bíða með allar yfirlýsingar varðandi þessa ákæru, það er margt sem ég vill segja en ég held að ég segi sem minnst núna.“ Lekamálið Tengdar fréttir „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. Hann neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og krafðist verjandi hans frávísunar. Málflutningur vegna frávísunarkröfunnar fer fram 30. september næstkomandi. Við þingfestinguna lagði ríkissaksóknari fram greinagerð og verjandi hans sömuleiðis ásamt afritum frétta um málefni hælisleitenda. Gísli hafnaði jafnframt bótakröfu. „Við munum reyna á frávísun í dómssal eftir tvær vikur og getum þá tjáð okkur betur um kröfuna. Við viljum leyfa greinagerð okkar að tala sínu máli.“ Gísli vonar að frávísunarkrafan verði tekin til greina en hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra með því að hafa látið í té upplýsingar „til þess fallnar að hafa áhrif á umfjöllun um málefni Tony Omos sem hælisleitanda.“ „Ég ætla bíða með allar yfirlýsingar varðandi þessa ákæru, það er margt sem ég vill segja en ég held að ég segi sem minnst núna.“
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30 Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18 Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum í þættinum Eyjan á Stöð 2. 14. september 2014 19:00
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Lekamálið: Afstaða Hönnu Birnu stangast á við lögreglulög Innanríkisráðherra segir að samskipti sín við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins hafi verið eðlileg því lögreglustjórinn hafi ekki komið nálægt rannsókn lekamálsins. Þessi skoðun ráðherrans gengur í berhögg við þau ákvæði sem gilda um lögregluna í lögreglulögum og starfsskyldur lögreglustjóra í sömu lögum. 10. september 2014 18:30
Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. 10. september 2014 14:18
Hanna Birna í beinni kl. 17:30: Hefði án efa getað brugðist við með öðrum hætti Innanríkisráðherra verður gestur Björns Inga í þættinum Eyjunni í opinni dagskrá á Stöð 2 á eftir. 14. september 2014 13:54