Innlent

Óskar svara um Auðkenni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Anton
„Sú spurning vaknar hvort menn þurfi ekki sams konar öryggi þegar menn skila virðisaukaskattskýrslum eða skattskýrslum almennt, eða taka á móti miklum peningum, en þá hefur þessa ekki verið krafist.“ Þetta sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, á Alþingi í dag.

Ögmundur spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hvernig á því stæði að eina rafræna undirskriftin sem tekin yrði gild í tengslum við skuldaniðurfellingu ríkisstjórnarinnar væru á vegum fyrirtækisins Auðkenni.

Í tilkynningu frá Vinstri-grænum segir að Ögmundur hafi velt því upp hvað fólk eigi að staðfesta með undirskrift sinni við útreikninga stjórnvalda.

„Eru menn að afsala sér einhverjum réttindum með því móti? Réttinum til að áfrýja eða kæra?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×