576 hestafla Holden pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 14:24 Holden Maloo HSV GTS er með krafta í kögglum. General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent
General Motors hyggst stöðva framleiðslu Holden bíla í Ástralíu árið 2017 enda hefur verið viðvarandi tap á smíði þeirra síðustu ár. Það virðist GM þó ætla að gera með stæl. Nýjasta afurð Holden, sem í leiðinni er ein af þeim síðustu, er þessi ofuröflugi pallbíll sem þó er fólksbíll. Svona bíla hafa þeir hjá Holden sérhæft sig í til langs tíma og í Ástralíu virðist ávallt vera markaður fyrir slíka bíla. Þessi nýi bíll ber nafnið Holden Maloo HSV GTS og er vafalaust leit af lengri skammstöfun fyrir bíl. Stafafjöldinn er þó í fullu samræmi við hestaflafjöldann, en það er ekki algengt að sjá svo mörg hestöfl falin undir húddinu á svona bíl, þó helst hjá andfætlingum okkar í Ástralíu. Holden Maloo HSV GTS er afturhjóladrifinn eins og sönnum sportbíl sæmir og V8 vél hans er með öflugan keflablásara. Togstýringarbúnaður eykur stöðugleika hans á vegi með því að hemla á innra framhjóli á meðan meira afl er sent til hins framdekksins. Með því eykst stöðugleiki bílsins í beygjum. Bíllinn kemur á 20 tommu felgum. Holden ætlar að framleiða þennan bíl í takmörkuðu magni, en aðeins 250 bílar verða í boði, 240 þeirra í Ástralíu og 10 fara til nágrannanna í Nýja Sjálandi.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent