Range Rover Evoque smíðaður í Kína Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 13:07 Range Rover Evoque Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent
Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur fram að þessu aldrei smíðað einn einasta bíl utan heimalandsins. Nú hefur Jaguar Land Rover reist bílaverksmiðju í Kína og fyrsta bílgerðin sem Land Rover mun smíða í henni verður Range Rover Evoque. Ástæðan fyrir því vali er sú að Evoque er sú bílgerð sem Land Rover selur mest af í Kína. Range Rover Evoque verður áfram framleiddur í Halewood í Bretlandi og þeir Evoque bílar sem seldir eru í Evrópu verða framleiddir þar. Þessi nýja verksmiðja er fyrsta verksmiðja Jaguar Land Rover utan heimalandsins og er hún í borginni Changhsu í norðausturhluta Kína. Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Land Rover og seldi fyrirtækið 62.479 bíla á fyrri helmingi þessa árs þar. Það er ríflega fjórðungur allra þeirra bíla sem fyrirtækið seldi á þeim tíma og söluáætlun Jaguar Land Rover (JLR) í Kína hljóðar uppá 150.000 bíla á næsta ári. Til vitnis um mikilvægi Kínamarkaðar fyrir JLR þá mun hátt í helmingur þess hagnaðar sem verður á rekstri JLR í ár koma frá Kína. Mjög vel gengur í rekstri Jaguar Land Rover þessi misserin og var hagnaður fyrirtækisins 483 milljarðar króna í fyrra. JLR ætlar ekki að láta staðar numið við útþenslu sína og mun opna aðra verksmiðju í Brasilíu árið 2106 og er þá er á prjónunum að reisa eina enn í Saudi Arabíu.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent