Freyr: Þetta var til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2014 20:25 Freyr var ekki sáttur með mótherjana í dag. Vísir/Valli „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
„Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01