Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 20:02 Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira