Erlent

Bandaríkin herða einnig þvinganir gegn Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnvöld í Bandaríkjunum kynntu í dag frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi vegna stuðnings stjórnvalda í Moskvu við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þvinganirnar beinast gegn vopnaframleiðslu, fjármálafyrirtækjum og orkugeiranum. Fyrr í dag kynnti Evrópusambandið frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi.

Bandarískum borgurum er nú óheimilt að veita Sberbank lán í meira en þrjátíu daga. Um er að ræða stærsta banka Rússlands.

Samkvæmt BBC beinast þvinganirnar einnig gegn fyrirtækinu iðnaðarfyrirtækinu Rostec, sem framleiðir meðal annars vopn. Þar að auki snúa þær að búnaði sem notaður er við olíuframleiðslu.

Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið segja að þvingunum geti verið aflétt haldi vopnahléið í Austur-Úkraínu og skref verði tekin til langvarandi friðar.


Tengdar fréttir

Þvinganir vegna Úkraínu hertar

Þvinganir ESB gegn Rússlandi koma meðal annars í veg fyrir lánveitingar til fimm ríkisbanka í Rússlandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×