Innlent

Segir rekstur Landspítalans upp á náð og miskunn fjárlaganefndar kominn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
1800 milljónir vantar upp á í fjárlögum svo hægt sé að reka Landspítalann.
1800 milljónir vantar upp á í fjárlögum svo hægt sé að reka Landspítalann.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi á Alþingi í dag að 1800 milljónir  vanti upp á í fjárlagafrumvarpi næsta árs svo hægt sé að reka Landspítalann. Fram hefur komið í máli Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, að þeir fjármunir sem nú sé gert ráð fyrir í frumvarpinu dugi ekki fyrir rekstrinum.  

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að svigrúm ráðuneytisins hafi ekki verið meira við fjárlagagerðina. Fjárlaganefnd muni taka rök spítalans fyrir þörfinni á meiri fjárveitingum til skoðunar. Þessu mótmælti Sigríður Ingibjörg:

„Ég vil vara við því, með fullri virðingu fyrir háttvirtri fjárlaganefnd, að fjárlagafrumvarpinu sé skilað þannig að það sé upp á  náð og miskunn fjárlaganefndar komið hvort nauðsynlegt fjármagn til rekstrar heilbrigðisþjónustu fáist. Það á að mínu mati að koma fram í frumvarpinu tillaga um rekstrarfé sem dugir fyrir rekstri Landspítalans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×