Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 12:37 Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson, þjálfarar U21 árs landsliðsins. vísir/anton „Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Sjá meira
„Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Sjá meira
Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn