Subaru mokast út vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 16:46 Subaru á feykilegri velgengni að fagna í Bandaríkjunum. Subaru gerði áætlun um sölu 460.000 bíla í Bandaríkjunum í upphafi árs en hefur nú þurft að uppfæra þessa áætlun í 500.000 bíla vegna frábærrar sölu. Í fyrra seldi Subaru 424.683 bíla þar og því er nýja áætlunin 17% yfir sölunni í fyrra. Ekki slæmt það. Til loka ágúst hefur Subaru selt 333.968 bíla vestanhafs en á sama tíma í fyrra voru þeir 281.653 og aukningin því 18,6%. Því eru áætlanir Subaru fljótt á litið ekki svo brattar. Best hefur gengið að selja Subaru Forester en sala þess bíls hefur aukist um 42%. Það á reyndar einnig við Subaru XV Crosstrek. Subaru Legacy og Outback eru nú að koma af nýrri gerð og hefur Subaru miklar væntingar til þeirra. Subaru hefur selt mest af Foreste bílnum, eða 105.356 eintök og Outback hefur selst í 85.951 eintaki og Impreza 48.612. Þessi gríðarlega velgengni Subaru í Bandaríkjunum hófst fyrir alvöru árið 2009. Nýliðinn ágúst var 33 mánuðurinn í röð sem Subaru aukur sölu sína milli ára og hefur Subaru tvöfaldað sölu sína frá árinu 2009, en þá seldust þar 216.652 bílar. Ef 500.000 bílar seljast í ár er um að ræða 131% aukningu á 5 árum. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent
Subaru gerði áætlun um sölu 460.000 bíla í Bandaríkjunum í upphafi árs en hefur nú þurft að uppfæra þessa áætlun í 500.000 bíla vegna frábærrar sölu. Í fyrra seldi Subaru 424.683 bíla þar og því er nýja áætlunin 17% yfir sölunni í fyrra. Ekki slæmt það. Til loka ágúst hefur Subaru selt 333.968 bíla vestanhafs en á sama tíma í fyrra voru þeir 281.653 og aukningin því 18,6%. Því eru áætlanir Subaru fljótt á litið ekki svo brattar. Best hefur gengið að selja Subaru Forester en sala þess bíls hefur aukist um 42%. Það á reyndar einnig við Subaru XV Crosstrek. Subaru Legacy og Outback eru nú að koma af nýrri gerð og hefur Subaru miklar væntingar til þeirra. Subaru hefur selt mest af Foreste bílnum, eða 105.356 eintök og Outback hefur selst í 85.951 eintaki og Impreza 48.612. Þessi gríðarlega velgengni Subaru í Bandaríkjunum hófst fyrir alvöru árið 2009. Nýliðinn ágúst var 33 mánuðurinn í röð sem Subaru aukur sölu sína milli ára og hefur Subaru tvöfaldað sölu sína frá árinu 2009, en þá seldust þar 216.652 bílar. Ef 500.000 bílar seljast í ár er um að ræða 131% aukningu á 5 árum.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent