Sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins sakaður um svindl Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2014 15:45 Úr Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Vísir/Stefán Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag. Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti í Íslandsmótinu í maraþonhlaupi, sem fer fram samhliða Reykjavíkurmaraþoninu, kærði úrslitin í karlaflokki til yfirdómnefndar. Hann telur sig hafa undir höndum gögn sem sýna að sigurvegari hlaupsins, Arnar Pétursson, hafi svindlað í hlaupinu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Kjarnans. Pétur bendir á að Arnar hafi notast við svokallaða „héra“ á meðan hlaupinu stóð. Var um að ræða tvo hjólareiðakappa sem hvöttu hann áfram í hlaupinu ásamt því að stýra hraðanum og brjóta vind fyrir hlaupara sem á eftir honum koma. Yfirdómnefndin tók kæruna fyrir þar sem viðurkennt var að hjólreiðamenn hefðu fylgt Arnari eftir þrjá fjórðu af hlaupinu. Hins vegar var málinu vísað frá þar sem ósannað þótti að Arnar hefði notið aðstoðar hjólreiðamannanna. Þó yrði fylgst betur með hlaupurum á næsta ári. Í 10. grein reglnanna segir:Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum (undanþága fyrir fylgdarmenn fatlaðra). Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja. Brot á ofangreindum reglum ógilda þátttökurétt í hlaupinu að því er segir í 18. grein. Arnar mætti ekki þegar yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons tók málið fyrir en faðir hans, Pétur Hrafn Sigurðsson, mætti í hans stað. Talaði hann fyrir hönd sonar síns og fullyrti að kæran ætti ekki við rök að styðjast. Um hafi verið að ræða sig sjálfan og annan son sinn, bróður Arnars, sem fylgdust með honum til skemmtunar. Benti hann á að þeir hefðu ekki aðstoðað hann þótt að greinilegt væri að aðrir keppendur nýttu sér aðstoð á hjólum. Standa því úrslitin óhögguð en samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Pétur Sturla ákveðið að áfrýjað úrskurðinum til dómstóls ÍSÍ þar sem Pétur gagnrýnir vinnubrögð dómnefndarinnar en ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.
Íþróttir Tengdar fréttir Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Arnar og Tinna Íslandsmeistarar Bandaríkjamaðurinn Matthew Pelletier og hin breska Sarah Brown höfðu sigur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í dag. 23. ágúst 2014 16:34