Wiesmann leitar enn lífs Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 14:42 Nýi bíll Wiesmann er eins og fyrri gerðir afar smár sportbíll og verður boðinn á viðráðanlegu verði. Autoblog Saga Wiesmann sportbílaframleiðandans þýska hófst snemma á árunum eftir 1980. Stofnendur þess eru tvennir bræður sem hófu smíði smávaxinna topplausra sportbíla með BMW vélum. Fyrir um ári síðan stefndi illa fyrir fyrirtækinu og það stefndi í gjaldþrot. Allar götur síðan hafa eigendur þess leitað leiða til að tryggja Wiesmann frekara fjármagns til áframhaldandi rekstar, án árangurs fram að þessu. Nú stefnir hinsvegar í að það sé tryggt þó svo ekki sé ljóst hverjir það eru sem standa að baki þeim. Að sögn Wiesmann manna verður búið að hnýta alla enda innan fjögurra til sex vikna og þá geti framleiðsla hafist á ný. Þegar í gjaldþrot stefndi var Wiesmann að hefja smíði þess bíls sem á myndinni sést. Á sá bíll að verða verðlagður undir grunngerð bíls Wiesmann, þ.e. MF3 bílnum. Þessi nýi bíll á að treysta grunnstoðirnar undir framtíðarrekstur Wiesmann og vonandi verður honum vel tekið svo tryggja megi framtíð þessa litla og skemmtilega bílasmiðs. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent
Saga Wiesmann sportbílaframleiðandans þýska hófst snemma á árunum eftir 1980. Stofnendur þess eru tvennir bræður sem hófu smíði smávaxinna topplausra sportbíla með BMW vélum. Fyrir um ári síðan stefndi illa fyrir fyrirtækinu og það stefndi í gjaldþrot. Allar götur síðan hafa eigendur þess leitað leiða til að tryggja Wiesmann frekara fjármagns til áframhaldandi rekstar, án árangurs fram að þessu. Nú stefnir hinsvegar í að það sé tryggt þó svo ekki sé ljóst hverjir það eru sem standa að baki þeim. Að sögn Wiesmann manna verður búið að hnýta alla enda innan fjögurra til sex vikna og þá geti framleiðsla hafist á ný. Þegar í gjaldþrot stefndi var Wiesmann að hefja smíði þess bíls sem á myndinni sést. Á sá bíll að verða verðlagður undir grunngerð bíls Wiesmann, þ.e. MF3 bílnum. Þessi nýi bíll á að treysta grunnstoðirnar undir framtíðarrekstur Wiesmann og vonandi verður honum vel tekið svo tryggja megi framtíð þessa litla og skemmtilega bílasmiðs.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent